Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

54. fundur 08. nóvember 2000
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  54 – 08.11.2000

 
Miðvikudaginn 8. nóvember árið 2000 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
 
Mættir:  Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Sveinn Árnason og Stefán Guðmundsson.
 
 
 
 
DAGSKRÁ:
 
1.      Steinullarverksmiðjan.
 
2.      Ferðamál.
 
3.      Ráðstefna á Akureyri 10. og 11. nóvember n.k. á vegum Ferðamálasamtaka Íslands um þátt sveitarfélaga í ferðaþjónustu á Íslandi.
 
 
 
 
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.  Einar Einarsson framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar mætti á fundinn.  Einar ræddi um rekstur verksmiðjunnar og framtíðarhorfur . 
 
2.      Stefán sagði frá ferð sem farin var austur á Hérað á vegum Atvinnu- og ferðamálanefndar, Hrings  og Hestamiðstöðvar Íslands.  Fyrir hönd Atvinnu- og ferðamálanefndar fóru Stefán og Brynjar.  Ferðin var farin til að kynna sér uppbyggingu og skipulag ferðamála á Austurlandi.  Gefin verður út skýrsla um ferðina sem verður dreift til nefndarmanna.
3.      Nefndin samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið.
 
Sveinn Árnason                                    Einar Gíslason
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson