Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

58. fundur 22. febrúar 2001
Atvinnu- og  ferðamálanefnd  Skagafjarðar
Fundur  58 – 22.02.2001

Mánudaginn 22. febrúar árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
                1.      Starf ferða- og markaðsfulltrúa.
                2.      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð.
                3.      Skógræktarstöðin Varmahlíð.
                4.      Atvinnumál ráðstefna.
                5.      Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:
1.      Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að auglýsa starf ferða- og markaðsfulltrúa.
 
    Formanni og varaformanni falið að leita samninga um vistun starfsmannsins hjá
      Atvinnuþróunarfélaginu Hring hf.  Um er að ræða eitt stöðugildi.

2.      Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að fela formanni og varaformanni að taka upp viðræður við Hestamiðstöð Íslands um rekstur og þjónustu Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
3.      Rætt um skógræktarstöðina í Varmahlíð.  Ákveðið að fá til viðræðu við nefndina Brynjar Skúlason fulltrúa Skógræktar ríkisins á Norðurlandi, Sigurð Skúlason skógfræðing á Vöglum og formann Skógræktarfélags Skagafjarðar.  Formaður hefur rætt við þessa aðila.
4.      Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að leita samstarfs við Atvinnuþróunarfélagið Hring hf um að koma á ráðstefnu um atvinnumál í Skagafirði.  Stefnt verði að því að ráðstefnan geti orðið í maí nk.
5.      Rætt hefur verið við Bjarna Jónsson, Veiðimálastofnun, Hólum um verkefnið Rannsóknir á veiðiám og vötnum í Skagafirði.  Fundarmenn eru sammála um að vinna áfram að framgangi málsins.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
                                                            Einar Gíslason, ritari