Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

59. fundur 07. mars 2001
Atvinnu- og  ferðamálanefnd  Skagafjarðar
Fundur  59 – 07.03.2001

Miðvikudaginn 7. mars árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir: Brynjar Pálsson, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason og Stefán Guðmundsson.
DAGSKRÁ:
                1.      Virkjanamál.  Stjórnarmenn Héraðsvatna ehf koma á fundinn.
                2.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.     Á fundinn komu Þórólfur Gíslason og Sigurður Ágústsson, stjórnarmenn í Héraðsvötnum ehf, ásamt framkvæmdastjóra Hrings, Lárusi Degi Pálssyni. Sigurður Ágústsson kynnti stöðu undirbúnings fyrir virkjun í Héraðsvötnum. Fram kom m.a. að unnið væri að gerð umhverfismats vegna framkvæmdarinnar.  Samkvæmt framgangi verksins er reiknað með því að ferli vegna umhverfismats ljúki í október.
Lárus Dagur kynnti verkefni sem unnið er á vegum Hrings ehf við könnun á möguleikum til orkufreks iðnaðar í Skagafirði.  Eftir inngang Sigurðar og Lárusar voru almennar umræður um stöðu og framtíðarhorfur virkjana- og iðnaðarmála í Skagafirði.

2.       Rætt var um gönguleiðir á Tröllaskaga.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
                                                            Bjarni Ragnar Brynjólfsson, ritari