Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 61 – 29.08.2001
Miðvikudaginn 29. ágúst árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.Fundur 61 – 29.08.2001
Mættir: Stefán Guðmundsson, Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Ingibjörg Hafstað og Ásdís Guðmundsdóttir.
DAGSKRÁ:
1. Kjör varaformans
2. Gestur fundarins er Lárus Dagur Pálssson, Atv.þr.fél. Hring.
3. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1. Fram kom tillaga um Ingibjörgu Hafstað. Ekki komu fram aðrar tillögur og skoðast tillagan því samþykkt.
2. Formaður bauð Lárus Dag Pálsson velkominn á fundinn. Lárus kynnti starf atvinnuþróunarfélagsins Hrings vegna iðnaðar sem byggist á raforku, ásamt öðrum verkefnum félagsins.
3. Kynnt bréf frá INVEST, dagsett 18. júní 2001, þar sem tilkynnt var að samningur félagsins við Atvinnu- og ferðamálanefnd vegna svæðisbundinna verkefna framlengist til ársloka 2001.
4. Kynntar tölur um atvinnuleysi í Skagafirði, skipt eftir póstnúmerum. Alls eru nú 24 einstaklingar á atvinnuleysisskrá.
Fleira ekki gert og fundi slitið.