Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

62. fundur 26. september 2001
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  62 – 26.09.2001

        Miðvikudaginn 26. september árið 2001 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
        Mættir:  Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Rósa M Vésteinsdóttir, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
                1.      Starfsemi Skógræktar ríkisins, Reykjarhóli.
  
             2.      Önnur mál

AFGREIÐSLUR:
1.      Ákvörðun Landbúnaðarráðuneytisins, að starfsemi Skógræktar ríkisins varðandi sölu á skógarplöntum skuli hætt, var til umræðu á fundinum.  Þessi ákvörðun er tekin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs frá des. 1999. Það er ljóst að þessi ákvörðun mun hafa veruleg áhrif á starfsemi skógræktarstöðvarinnar í Varmahlíð.  Formanni var falið að skoða málið nánar.
2.      Sveinn Árnason vakti athygli á því að aðstaða til að taka á móti ferðamönnum í Varmahlíð á annatímum sé algjörlega óviðunandi.  Aðstaða fyrir stóra bíla er einnig ekki boðleg.  Stefán upplýsti að Vegagerðin er að skoða möguleika á hringtorgi og færslu á veginum í tengslum við skipulag.
3.   Brynjar Pálsson ræddi um hækkun á flutnings- og þjónustugjöldum
      Eimskipafélags Íslands á flutningum  og hækkun á upp- og útskipunum vegna vöru
      í for- og áframflutningi með strandferðarskipi Eimskips.  Ákveðið að fá fulltrúa frá
      stærstu út- og innflutningsaðilum á svæðinu til fundar við nefndina til að fara
      yfir málið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.
Einar Gíslason ritar