Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Þriðjudaginn 15. janúar árið 2002 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 0815.
Mætt: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Ingibjörg Hafstað og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður við Lárus Dag Pálsson frá Atvinnuþróunarfélaginu Hring
2. Erindi frá Byggðarráði
3. Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1. Lárus Dagur Pálsson kynnti vinnu Atvinnuþróunarfélagsins Hrings í tengslum við gerð aðalskipulags á iðnaðar- og iðjulóðum.
2. Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði, dagsett 9. janúar 2002 frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og varðar rannsóknir stúdenta við H.Í. á landsbyggðinni. Nefndin tekur jákvætt í erindið og formanni og starfsmanni Atvinnuþróunarfélagsins Hrings falið að vinna að framgangi þess.
3. Reifaðar hugmyndir um ráðstefnu og/eða blaðaútgáfu að undirlagi nefndarinnar um atvinnu- og ferðamál í Skagafirði. Starfsmanni Hrings falið að skoða grundvöll þess að framkvæma þessi áform.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Fundur 67 – 15.01.2002
Þriðjudaginn 15. janúar árið 2002 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar kl. 0815.
Mætt: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Ingibjörg Hafstað og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
1. Viðræður við Lárus Dag Pálsson frá Atvinnuþróunarfélaginu Hring
2. Erindi frá Byggðarráði
3. Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1. Lárus Dagur Pálsson kynnti vinnu Atvinnuþróunarfélagsins Hrings í tengslum við gerð aðalskipulags á iðnaðar- og iðjulóðum.
2. Tekið fyrir erindi frá Byggðarráði, dagsett 9. janúar 2002 frá Stúdentaráði Háskóla Íslands og varðar rannsóknir stúdenta við H.Í. á landsbyggðinni. Nefndin tekur jákvætt í erindið og formanni og starfsmanni Atvinnuþróunarfélagsins Hrings falið að vinna að framgangi þess.
3. Reifaðar hugmyndir um ráðstefnu og/eða blaðaútgáfu að undirlagi nefndarinnar um atvinnu- og ferðamál í Skagafirði. Starfsmanni Hrings falið að skoða grundvöll þess að framkvæma þessi áform.
Fleira ekki gert og fundi slitið.