Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

68. fundur 06. febrúar 2002
 Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  68 – 06.02.2002

Miðvikudaginn 6. febrúar árið 2002 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mætt: Bjarni R. Brynjólfsson, Sveinn Árnason, Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson og Ingibjörg Hafstað.
DAGSKRÁ:
                    1.          Fiskeldi í Skagafirði.
                   
2.          Önnur mál
AFGREIÐSLUR:
1.      Á fundinn komu Jón E. Friðriksson og Helgi Thorarensen. Helgi kynnti fundarmönnum stöðu fiskeldismála á lands- og heimsvísu. Fram kom m.a. að fjöldi tegunda, sem notaður er í eldi, eykst stöðugt og tækninni fleygir fram. Á Íslandi er komin mikil sérþekking á byggingu landsstöðva og í Skagafirði er sérþekking á eldi í endurnýtingarkerfum og í bleikjueldi. Jón Eðvald kynnti þátttöku FISK hf í bleikju- og kræklingaeldi ásamt þeim tilraunum, sem unnið er að í sölu- og markaðsstarfi afurðanna. Eftir kynningar Helga og Jóns voru almennar umræður um möguleika á frekara fiskeldi í Skagafirði í framtíðinni. Einnig svöruðu þeir Helgi og Jón fjölda fyrirspurna.
2.      Önnur mál:  Rætt var um raforkuleysi í Skagafirði um síðustu helgi og alvöru þess vegna atvinnulífs. Samþykkt var að hvetja til þess að komið yrði upp varaafli til að mæta raforkuleysi á svæðinu.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
                                                                        Bjarni R. Brynjólfsson ritar fundarg.