Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Fundur í Varmahlíð 30. september 2002
DAGSKRÁ:
- Erindi Helga Gunnarssonar og Magnúsar Ingvarssonar varðandi Reykjarhólsskóg.
- Bréf frá POTEMKIN FILMS varðandi kvikmyndagerð um Skagafjörð og ósk um stuðning frá sveitarfélaginu vegna kvikmyndarinnar.
- Kvartanir til sveitarfélagsins vegna meinntra hækkana á raforkugjöldum til fyrirtækja á Sauðárkróki í kjölfar á sölu Rafveitu Sauðárkróks til RARIK.
- Ferðamálafulltrúi sveitarfélagsins fjallar um gæðamál í ferðaþjónustunni, Upplýsingamiðstöðina og markaðssetningu.
- Önnur mál.
AFGREIÐSLUR
1. Helgi Gunnarsson kynnti hugmyndir um tjaldsvæði í Reykjarhólsskógi, Varmahlíð.
Atvinnu- og ferðamálanefnd skoðaði svæðið og tók jákvætt í hugmyndina. Samþykkt
var að fá tæknideild sveitarfélagsins til að gera frumathugun á svæðinu með tilliti til
þessara hugmynda og fá yfirlit yfir stöðu skipulagsmála.
2. Erindi frá Potemkin kynnt. Nefndin fagnar áhuga Potemkin Films á kvikmyndagerð í
Skagafirði og telur að slík mynd gæti verið góð kynning fyrir héraðið. Möguleikar
sveitarfélagsins til beins fjárstuðnings við verkefni af þessu tagi eru hinsvegar mjög
takmarkaðir en sé hægt að veita fyrirgreiðslu á annan hátt telur nefndin velkomið að
ræða slíkt.
3. Nefndin tók fyrir erindi sem barst sveitarfélaginu vegna meinntra hækkana á
gjaldskrá til fyrirtækja á Sauðárkróki eftir sölu á Rafveitu Sauðárkróks.
Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að láta gera úttekt og samanburð á
raforkuverði fyrir og eftir sölu á Rafveitu Sauðárkróks. Jafnframt verði farið yfir þau
fyrirheit sem gefin voru í tengslum við söluna, um ráðgjöf til orkusparandi aðgerða og
fleira. Formanni Atvinnu- og ferðamálanefndar var falið að leita til Atvinnuþróunar-
félagsins Hrings um framkvæmd á úttektinni.
4. Gæðamál í ferðaþjónustu. Umræður urðu um gæðamál í ferðaþjónustu og lagt var til
að ferðamálafulltrúi sveitarfélagsins hefði frumkvæði að því að auka samstarf á milli
þeirra aðila sem koma að gæðamálum, svo sem heilbrigðiseftirlitsins, vinnueftirlitsins
og Hólaskóla. Nefndin er sammála um nauðsyn þess að efla fræðslu um gæðamál
innan ferðaþjónustunnar í Skagafirði.Guðbjörg ferðamálafulltrúi sagði frá starfi
Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð og málum sem henni tengjast. Einnig fjallaði
hún um markaðs og kynningarstarf í Skagafirði.
5. Önnur mál. Rætt var um skipulagsmál tengd ferðaþjónustu og telur nefndin að hraða
verði vinnu við skipulagsmál í sveitarfélaginu.
Fleira ekki gert. Fundargerð samþykkt. Ritari Guðbjörg Guðmundsdóttir
Bjarni Jónsson
Bjarn Egilsson
Jón Garðarsson