Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Fundur í Ráðhúsi Skagafjarðar 14. október 2002
DAGSKRÁ:- Tekið fyrir erindi frá byggðarráði þar sem atvinnu- og ferðamálanefnd er falið að leggja tillögur fyrir næsta fund byggðarráðs um framtíð atvinnuþróunarmála í Skagafirði.
- Önnur mál.
1. Umræður urðu um atvinnuþróunarmál í Skagafirði og um framtíð Atvinnuþróunar-
félagsins Hrings. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að beina eftirfarandi
tillögum til byggðarráðs:
Tillögur:
a) Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að unnið verði að því aðAtvinnuþróunarfélagið Hringur verði starfrækt áfram.
b) Ljóst er að fjármagna þarf starf Atvinnuþróunarfélagsins Hrings með
öðrum hætti en verið hefur. Nefndin leggur til að óskað verði eftir
viðræðum við stjórn INVEST um frekari hlutdeild Skagfirðinga og
Atvinnuþróunarfélagsins Hrings í fjármunum sem varið er til
Atvinnuþróunar á Norðurlandi Vestra. Jafnframt leggur nefndin til að
rætt verði við hugsanlega fjármögnunaraðila um aðkomu að rekstri
félagsins. Miðað verði við að tryggja fjármögnun tveggja starfsmanna
hjá félaginu.
c) Lagt er til að starf ferðamálafulltrúa verði vistað hjá Sveitarfélaginu
Skagafirði og leitað verði frekari leiða til að styrkja rekstur
Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.
Í tengslum við tillögur nefndarinnar óskar Jón Garðarsson bókað:
“Að skoðað verði í samvinnu við Hólaskóla um rekstur á ferðamálafulltrúa í
framtíðinni.”
Í framhaldi af bókun Jóns Garðarssonar gerðu Bjarni Jónsson og Bjarni Egilsson eftirfarandi bókun:
#GLEðlilegt er að skoða ýmsa kosti varðandi staðsetningu starfsmanna og verkefna
er varða kynningarmál sveitarfélagsins og starfsemi tengda ferðamálum í heild sinni
í framhaldi af þeirri stefnumótunarvinnu sem nú fer fram og ákvarðanatöku í
kynningar,- og atvinnuþróunarmálum af hálfu Sveitarfélagsins Skagafjarðar.#GL
2. Önnur mál engin.
Fleira ekki gert. Fundargerð samþykkt.
Bjarn Egilsson Ritari Bjarni Jónsson
Jón Garðarsson