Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar
Fundur í Ráðhúsinu 13. desember 2002
DAGSKRÁ:
- Rafræn samskipti. Erindi frá Byggðaráði
- Samstarf við Húnvetninga um eflingu iðnaðar
- Verkefnið “þróun aðferða til að mæla margfeldisáhrif ferðaþjónustu”
- Byggðakvóti.
- Efling rannsókna á sjávarfangi í Skagafirði.
- Samantekt og kynning á möguleikum Skagafjarðar til eflingar sjávarútvegs, þjónustu tengda sjávarútvegi, líftækni og fiskeldi.
- Bréf frá Íbúasamtökum út að austan. Efni: Framtíðarnotkun Brimnesskóga/Kolkuóssvæðis. Erindi frá Byggðaráði.
- Önnur mál.
1. Fjallað um verkefni Byggðastofnunar um rafræn samskipti. Aðilar hafa þegar lýst áhuga sínum á verkefninu. Ákveðið að fá fram hugmynd að útfærslu og notagildi slíks verkefnis.
2. Rætt um eflingu iðnaðar á svæðinu og eflingu Höfðahrepps, Blönduós og Skagafjarðar sem eins atvinnusvæðis með tilkomu heilsársvegar yfir Þverárfjall. Samþykkt að leggja til að myndaður verði viðræðuhópur um samstarf í atvinnumálum og uppbyggingu iðnaðarkosta skipaður fulltrúum Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Höfðahrepps og Blönduósbæjar. Farið verði formlega fram á viðræður við þessi nágrannasveitarfélög.
3. Farið yfir verkefnið “þróun aðferða til að mæla margfeldisáhrif ferðaþjónustu”. Styrkur, 400.000 þús. krónur fékkst frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands í verkefnið og leitað er frekari fjárveitinga. Verkefnið hefur verið þróað í samvinnu við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Samþykkt að halda þeirri samvinnu áfram og verja styrkupphæðinni til Hagfræðistofnunar HÍ vegna vinnu við verkefnið. Verkefnið hefur verið kynnt fyrir Samgönguráðherra sem tók jákvætt í það. Ákveðið að sækja um styrk í verkefnið frá Samgönguráðuneytinu. Athugað verður með að afla fleiri samstarfsaðila.
4. Sjávarútvegsráðherra hefur í desember úthlutað auka byggðakvóta á svæði og er Skagafjörður til Siglufjarðar eitt þeirra. Samkvæmt þeim reiknireglum sem úthlutunin byggir á er hlutur Skagafjarðar og Siglufjarðar mjög rýr, en aðeins 2,46#PR kom til úthlutunar í Skagafjörð og Siglufjörð. Atvinnu og ferðamálanefnd er sammála um að sótt verði um aukin byggðakvóta fyrir Skagafjörð með það að augamiði að efla bæði veiðar og vinnslu á svæðinu.
5. Formaður Atvinnu og ferðamálanefndar skýrði frá viðræðum sínum við sérfræðinga á Hafrannsóknastofnun um eflingu rannsókna og möguleika á Skagafirði. Formanni nefndarinnar falið að skrifa bréf til Hafrannsóknastofnunar sem hvatningu um frekari rannsóknir á sjávarfangi í Skagafirði.
6. Í nýútkominni skýrslu Byggðastofnunar um eflingu sjávarútvegs og þjónustu honum tengdum eru ákjósanleg vaxtarsvæði tilgreind. Í skýrslunni sem unnin var af Rannsóknaþjónustu Háskólans á Akureyri, falla Skagafjörður og Húnaflóasvæðið utan þessa svæðis. Í skýslu stýrihóps Sjávarútvegsráðuneytisins um 5 ára átak til að auka verðmæti sjávarfangs er lögð áhersla á aukna nýtingu vannýttra tegunda, betri nýtingu afla og eflingu á fiskeldi og rannsóknum því tengdu. Atvinnu og ferðamálanefnd telur möguleika Skagafjarðar mikla á þessum sviðum og mikilvægt að þeir séu skilgreindir og styrkleikum Skagafjarðar haldið fram og kynntir fyrir stjórnvöldum. Þannig verði tillit til þeirra tekið við stefnumótun og fjárveitingar. Atvinnu og ferðamálanefnd samþykkir að mynda starfshóp til að fara yfir og draga saman möguleika Skagafjarðar til hverskyns eflingar sjávarútvegs, fiskeldis og rannsókna og þjónustu tengda þessum greinum. Starfshópurinn verði skipaður fólki með fagþekkingu sem spannar sem fjölbreyttast svið þessara greina.
7. Nefndin fagnar því frumkvæði sem íbúasamtökin sýna í uppbyggingu og umgengni við Kolkuós og Brimnesskógasvæðið í framtíðinni. Nefndin vísar erindinu til gerðar Aðalskipulags Skagafjarðar.
8. Önnur mál. Rætt um dagskrá funda og dreifingu gagna til nefndarmanna. Nefndarmenn sammála um að hafa það sem skilvirkast og fyrirvara nægan til undirbúnings funda.
Fleira ekki gert. Fundargerð samþykkt. Bjarni Jónsson ritaði fundargerð
Bjarni Jónsson
Bjarn Egilsson
Jón Garðarsson