Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

22003. fundur 07. mars 2003
Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar
fundur í Ráðhúsinu Sauðárkróki  7. mars 2003 kl: 13.00

 
DAGSKRÁ:
  1. Votlendissvæði Skagafjarðar, möguleikar í ferðaþjónustu.
  2. Samstarf Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Nýsköpunarsjóðs námsmanna.
  3. Undirbúningur að ráðstefnu um ferðaþjónustu í Skagafirði.
  4. Önnur mál.
AFGREIÐSLUR
1. Þorsteinn Sæmundsson forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra kynnti þá möguleika sem eylendi Skagafjarðar býður upp á varðandi ferðaþjónustu. Það er hægt að nýta þetta svæði með margvíslegum hætti þar sem saman geta farið náttúruvernd, hefðbundnar landnytjar og svo útivist og ferðaþjónusta. Ólík umgengni á við mismunandi svæði. Mikilvægt er að vinna að frekari hugmyndum í samráði við landeigendur og aðra hlutaðeigandi aðila. Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að fela Þorsteini í samvinnu við ferðamálafulltrúa Skagafjarðar að móta tillögur um hvernig hægt sé að efla ferðaþjónustu í tengslum við votlendissvæði Skagafjarðar, og leggja þær fyrir nefndina til umfjöllunar.
2. Rætt um samstarf sveitarfélagsins við Nýsköpunarsjóð námsmanna. Atvinnu- og ferðamálanefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykkir framlagt samkomulag við Nýsköpunarsjóð námsmanna um stuðning við nýsköpunarverkefni sem tengjast Skagafirði. Samkomulagið felur það í sér að Sveitarfélagið leggur fram allt að 1,2 mkr. gegn mótframlagi sjóðsins í nýsköpunarverkefni námsmanna sem tengjast Skagafirði á árinu 2003. Aðilar í héraði hafa verið hvattir til að senda inn umsóknir um verkefni.
Samkomulaginu fylgir eftirfarandi greinargerð:
Nýsköpunarsjóður námsmanna og Sveitarfélagið Skagafjörður hafa gert með sér samkomulag um stuðning við nýsköpunarverkefni sem tengjast Skagafirði. Samstarfinu er ætlað að efla rannsóknir og nýsköpun í atvinnulífi í Skagafirði með því að gefa fleiri námsmönnum möguleika á að vinna að slíkum verkefnum í héraðinu í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir. Nýsköpunarsjóður metur umsóknir sem berast og úthlutar styrkjum í samvinnu við atvinnu- og ferðamálanefnd sveitarfélagsins. Miðað er við að allt að 10 verkefnastyrkjum verði úthlutað sérstaklega árið 2003 á grundvelli þessa samkomulags. Samkomulagið gerir fyrirtækjum og rannsóknastofnunum í Skagafirði enn betur kleift að ráða námsmenn í háskólanámi til vinnu yfir sumarið að rannsókna- og þróunarverkefnum. Námsmönnum er gefinn kostur á að vinna að skapandi verkefnum í Skagafirði. Verkefnin stuðla að nýsköpun og auknum tengslum atvinnulífs, háskóla og rannsóknastofnana.
3. Rætt um að halda ráðstefnu um ferðamál í Skagafirði á næstunni og efni hennar. Guðbjörg ferðamálafulltrúi mun vinna frekar að undirbúningi með nefndinni.
4.  Önnur mál. Guðbjörg ferðamálafulltrúi sagði frá áformum og viðræðum við Air Greenland um áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.
                Fleira ekki gert. Fundargerð samþykkt.
                                        Bjarni Jónsson ritaði fundargerð

    Bjarni Jónsson
    Bjarni Egilsson
    Jón Garðarsson