Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

122003. fundur 02. desember 2003
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 02.12.2003.
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 02.12. 2003, kl. 16:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Út að austan – íbúasamtökin
2)      Erindi frá Ólafi Jónssyni um golfvöllinn 66° í Lónkoti.
3)      Auglýsing um leigu á Steinsstöðum
4)      Vöruþróun í ferðaþjónustu - skemmtiferðaskip.
5)      Skýrsla Hagfræðistofnunar um áhrif siglinga á Jökulsám á atvinnu í Skagafirði og þjóðarhag.
6)      Fjárhagsáætlun 2004
7)      Önnur mál.
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Út að austan – íbúasamtökin
Til fundar mættu Bjarni Þórisson, Hjalti Þórðarson og Laufey Haraldsdóttir frá Íbúasamtökunum út að austan.  Rætt var um möguleika á því að færa ýmiskonar verkefni á vegum sveitarfélagsins í auknum mæli yfir í Hofsós með það fyrir augum að skapa þar starf eða störf og auka þjónustu við íbúa á svæðinu.  Meðal annars var rætt um þjónustu fjölskyldusviðs og önnur verkefni s.s. bókhald félagsheimila og upplýsingagjöf til ferðamanna.  Samtökin leggja m.a. áherslu á að starfsemi Áhaldahússins í Hofsósi verði efld og gerð sjálfstæðari.
Bjarni, Hjalti og Laufey viku af fundi.
 
2)      Erindi frá Ólafi Jónssyni um golfvöllinn 66° í Lónkoti.
Nefndin telur sér ekki fært að styrkja uppbyggingu golfvallar í Lónkoti þar sem um sé að ræða íþróttamál, þrátt fyrir að golfvöllurinn nýtist í ferðaþjónustu.  Nefndin bendir Ólafi á að vinna áfram að stofnun golfklúbbs í tengslum við völlinn og samþykkir að vísa málinu til Æskulýðs- og tómstundanefndar.
 
3)      Auglýsing um leigu á Steinsstöðum
Lagt fram uppkast að auglýsingu um húseignir á Steinsstöðum, sviðsstjóra falið að kanna mögulega aðkomu Ríkiskaupa að útboðsferlinu fyrir næsta fund.
 
4)      Vöruþróun í ferðaþjónustu - skemmtiferðaskip.
Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að fela Atvinnuþróunarfélagi Norðurlands vestra og Markaðsskrifstofu ferðamála á Norðurlandi að kanna möguleika á því að fjölga ferðamönnum af skemmtiferðaskipum sem heimsækja Skagafjörð.  Sviðsstjóra falið að fylgja málinu eftir.
Þorsteinn Broddason vék af fundi.
 
5)      Skýrsla Hagfræðistofnunar um áhrif siglinga á Jökulsám á atvinnu í Skagafirði og þjóðarhag.
Lögð fram til kynningar og ákveðið að taka hana til umfjöllunar á næsta fundi.
 
6)      Fjárhagsáætlun 2004
Samþykkt tillaga að fjárhagsáætlun fyrir atvinnu- og ferðamál fyrir árið 2004.
 
7)      Önnur mál.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:45.
Fundinn sátu Viðar Einarsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.