Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

19. október 2004
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 19.10.2004
 
Fundur í Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, haldinn í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, fimmtudaginn 19.10.2004 kl. 16:00.
 
DAGSKRÁ:

1) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi. 
2) Könnun á starfskjörum fólks innan sveitarfélagsins. 

3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
4) Fiskeldi í Fljótum – staða mála
5) Aðsend erindi
6) Önnur mál.

AFGREIÐSLUR:

1) Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi. 

Frestað af óviðráðanlegum orsökum.  Stefnt á fund með stjórn MFN í upphafi næsta mánaðar.

2) Könnun á starfskjörum fólks innan sveitarfélagsins. 

Þorsteinn Broddason frá ANVEST kom á fundinn og kynnti framhald þeirrar vinnu sem hann kynnti á síðasta fundi.
Samþykkt að senda út fréttatilkynningu um málið og gera skýrslu Þorsteins aðgengilega á netinu.  Ennfremur ákveðið að óska eftir fundi með forystufólki stærstu verkalýðsfélaga á svæðinu.
3) Kynning á möguleikum Skagafjarðar til búsetu og frekari atvinnuuppbyggingar.
Sviðsstjóri og atvinnuráðgjafi ANVEST kynntu vinnu við málið og lögðu fram gögn til kynningar.  Ákveðið að halda vinnu áfram og leggja fram aðgerðaáætlun á næsta fundi nefndarinnar.
4) Fiskeldi í Fljótum
Bjarni Jónsson ræddi stöðu mála varðandi fiskeldi í Fljótum.  Ákveðið að fela sviðsstjóra að kanna hve mikið af því fjármagni sem ætlað var að nota til atvinnusköpunar í Skagafirði í tengslum við sölu á hlut ríkisins í Steinullarverksmiðjunni hefur skilað sér til atvinnuuppbyggingar í héraðinu.
5) Aðsend erindi
Lagt fram bréf frá Samtökum ferðaþjónustunnar um virkjanamál í Skagafirði.
6) Önnur mál.
Voru engin.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarsson, Bjarni Jónsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.