Atvinnu- og ferðamálanefnd
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur – 16.11.2004.
Fundur – 16.11.2004.
Atvinnu- og ferðamálanefndar Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 16. nóvember 2004, kl. 16:00.
DAGSKRÁ:
1) Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005.
2) Reiðleiðir “út að austan”
3) Kortlagning göngu og reiðleiða á Tröllaskaga – erindi frá Hjalta Þórðarsyni f.h vinnuhóps.
4) Samstarf á milli atvinnulífs og skóla varðandi fræðslu um atvinnulíf í héraðinu. Formaður fræðslunefndar Gísli Árnason kemur á fundinn.
5) Gular síðurnar – gagnagrunnur með upplýsingum um þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is
6) Önnur mál.
AFGREIÐSLUR:
1) Undirbúningur að gagnasöfnun um ferðaþjónustu og þjónustu henni tengdri í Skagafirði fyrir árið 2005.
Rætt um söfnun gagna um ferðaþjónustu. Nefndin felur sviðsstjóra í samvinnu við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð að undirbúa gagnasöfnun á næsta ári til að meta betur mikilvægi ferðaþjónustu í atvinnulífi í Skagafirði.
2) Reiðleiðir “út að austan”
Jón Garðarsson kynnti hugmyndir reiðveganefndar hestamannafélagsins Svaða um reiðleiðir “út að austan”. Útbúinn hafa verið kort af reiðleiðum á þessu svæði sem lagt er til að gert verði ráð fyrir í aðalskipulagi á sveitarfélagsins. Nefndin telur mikilvægt að sambærileg vinna fari fram við kortlagningu reiðleiða annarsstaðar í héraðinu. Nefndin leggur áherslu á mikilvægi reiðleiða fyrir þá atvinnugrein sem hestamennska er, fyrir útivist og ferðaþjónustu.
3) Kortlagning göngu og reiðleiða á Tröllaskaga – erindi frá Hjalta Þórðarsyni f.h vinnuhóps.
Lagt fram erindi frá Hjalta Þórðarsyni varðandi skráningu og kortlagningu á göngu- og reiðleiðum. Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um 300 þús. krónur og hvetur jafnframt til þess að fleiri aðilar verði fengnir að verkefninu þar með talið fleiri sveitarfélög á svæðinu sem taki sameiginlega þátt í framgangi og fjármögnun verkefnisins.
4) Samstarf á milli atvinnulífs og skóla varðandi fræðslu um atvinnulíf í héraðinu. Formaður fræðslunefndar Gísli Árnason kemur á fundinn.
Rætt um að tengja betur skipulega fræðslu um atvinnulíf í Skagafirði við skólastarf í héraðinu. Í því felast m.a kynning á starfsemi fyrirtækja, stofnana og annarrar atvinnustarfsemi, með heimsóknum á vinnustaði, þátttöku í störfum og kynningu inn í skólana. Ennfremur er æskilegt að tengja meira starf vinnuskólans við fræðslu um atvinnulíf. Samþykkt að óska eftir samstarfi við fræðslu og menningarnefnd um að fara sameiginlega yfir möguleika varðandi frekari tengsl atvinnulífs og skóla.
5) Gular síðurnar – gagnagrunnur með upplýsingum um þjónustu í Skagafirði á skagafjordur.is
Nefndin ítrekar fyrri afgreiðslu á málinu frá 12.10.2004 og felur sviðsstjóra að ganga til viðræðna við Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð, enda hafi sveitarstjórnarfulltrúar haft tækifæri til að kynna sér málið betur.
6) Önnur mál
Bjarni Jónsson sagði frá umræðufundi með Ásgeiri Margeirssyni aðstoðarforstjóra, og Þorleifi Finnssyni framkvæmdastjóra þróunarsviðs Orkuveitu Reykjavíkur. Fundinn sóttu af hálfu sveitarfélagsins, Ársæll Guðmundsson sveitarstjóri, Páll Pálsson veitustjóri, Bjarni Jónsson form. atvinnu og ferðamálanefndar, Sigrún Alda Sighvatsdóttir form. stjórnar Skagafjarðarveitna ehf. Gísli Árnason stjórnarmaður í Skagafjarðarveitum ehf. og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðstjóri markaðs og þróunarsviðs. Ákveðið að kanna frekar möguleika á samstarfi varðandi gagnaveitur, fiskeldi og rannsóknir í nýtingu varmaafls.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.