Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

01. mars 2005
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 01.03.2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 1. mars 2005, kl. 15:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Viðræður við landbúnaðarnefnd
2)      Samstarf við FNV um stuðning við þjálfun iðnnema
3)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði – staða mála
4)      Gulu síðurnar – staða mála
5)      Kynningaráætlun – staða mála
6)      Hátæknisetur á Sauðárkróki – staða mála
7)      Brautargengi – Námskeið fyrir konur um gerð viðskiptaáætlana
8)      Framtíð Fiskeldisstöðvarinnar að Lambanesreykjum í Fljótum
9)      Möguleikar á því að efla fiskmarkað og þjónustu við báta á Hofsósi
10)  Önnur mál
 
 
AFGREIÐSLUR:
 
1)      Viðræður við landbúnaðarnefnd
Fulltrúar í landbúnaðarnefnd komu til fundar ásamt starfsmanni nefndarinnar í framhaldi af samþykkt nefndarinnar frá 18.01.2005.
Fulltrúar í landbúnaðarnefnd viku af fundi.
2)      Samstarf við FNV um stuðning við þjálfun iðnnema
Frestað til næsta fundar
Sviðsstjóra falið að boða forsvarsmenn Fjölbrautaskólans á næsta fund.
3)      Stefnumótun í ferðaþjónustu í Skagafirði – staða mála
Lögð fram drög að verkáætlun varðandi stefnumótun frá Ferðamáladeild Hólaskóla.  Samþykkt að boða forstöðumann Ferðamáladeildar til næsta fundar til að klára samning varðandi vinnu deildarinnar við stefnumótunina. 
4)      Gulu síðurnar – staða mála
Lögð fram til kynningar tillaga sviðsstjóra að næstu skrefum varðandi þjónustuvef fyrir Skagafjörð.
5)      Kynningaráætlun – staða mála
Þorsteinn og Heiðar gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu við kynningaráætlun sem komin er af stað .
6)      Hátæknisetur á Sauðárkróki – staða mála
Þorsteinn gerði grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu við viðskiptaáætlun og hugmyndavinnu fyrir Hátæknisetur.
7)      Brautargengi – Námskeið fyrir konur um gerð viðskiptaáætlana
Lagt fram erindi frá Impru sem Byggðaráð vísaði til nefndarinnar til kynningar.  Sviðsstjóra falið að ræða við Impru og Farskóla Norðurlands vestra um málið varðandi mögulega þátttöku fyrir næsta haust.
8)      Framtíð Fiskeldisstöðvarinnar að Lambanesreykjum í Fljótum
Rætt um framtíð fiskeldisstöðvarinnar að Lambanesreykjum í Fljótum.  Sviðsstjóra falið að óska eftir upplýsingum frá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins um það hvaða hugmyndir sjóðurinn hefur varðandi nýtingu stöðvarinnar.
Jón Garðarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
9)      Möguleikar á því að efla fiskmarkað og þjónustu við báta á Hofsósi.
Rætt um stöðu mála varðandi útgerð og fiskvinnslu í Hofsósi.  Bjarni Jónsson skýrði frá viðræðum byggðaráðs við starfsfólk Kolku/Norðuróss á Hofsósi í morgun og einnig frá viðræðum við aðila sem eru áhugasamir um vinnslu á staðnum.
Sviðsstjóra og atvinnuráðgjafa falið að kanna möguleika á bættri þjónustu við báta sem leggja upp fisk í Hofsósi og hvort forsendur gætu verið fyrir fiskmarkaði á staðnum.
 
10)  Önnur mál
Ársskýrsla Markaðs- og þróunarsviðs lögð fram til kynningar.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:00.
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Bjarni Jónsson, Jón Garðarsson, Þorsteinn Broddason og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.