Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

13. september 2005
ATVINNU- OG FERÐAMÁLANEFND SKAGAFJARÐAR
Fundur  – 13.09. 2005
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
föstudaginn 13.09.2005, kl. 13:00.
 
DAGSKRÁ:
1)      Háhraða tölvutengingar í Skagafirði
2)      Bréf  frá Gallerí Rós.
3)      Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005.
4)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Háhraða tölvutengingar í Skagafirði (áður á dagskrá 03.06.05)
Fulltrúar Fjölnets komu til fundar og ræddu möguleika varðandi framtíðaruppbyggingu háhraðatenginga í Skagafirði.  Nefndin felur sviðsstjóra að vinna áfram að málinu með fulltrúa Fjölnets í samvinnu við veitustjóra Skagafjarðarveitna.
 
2)      Bréf frá Gallerí Rós
Tekið fyrir bréf frá Gallerí Rós.  Sviðsstjóra falið að ræða við bréfritara.  
 
3)      Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2005
Nefndin leggur til að áætlun á lið 13 hækki um kr. 1.120.000 vegna kostnaðar við afgreiðslu á Alexandersflugvelli sem ekki var gert ráð fyrir í upphaflegri áætlun.  
 
4)      Önnur mál
Voru engin.
 
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15.00
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.   Fundargerð lesin upp og samþykkt.