Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

09. febrúar 2006
 
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 09.02. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 09.02.2006, kl. 8:30.

DAGSKRÁ:

1)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
2)      Niðurstöður íbúakönnunar
3)      Ísland á Foire Internationale De Caen 15. - 26. september 2006
4)      Sýningin JEC Composities Show 2006
5)      Erindi vegna Minnisvarða í Skagafirði
6)      Vefsjá í Skagafirði
7)      Önnur mál.
 
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir og Þorvarður Árnason frá Ferðamáladeild Hólaskóla komu til fundar og kynntu stöðu stefnumótunar sem deildin vinnur fyrir Atvinnu- og ferðamálanefnd.  Samþykkt að senda drög að stefnumótun til kynningar hjá ferðaþjónustuaðilum og sveitarstjórnarfulltrúum innan tveggja vikna og í framhaldi af þeim athugasemdum sem fram koma mun Atvinnu- og ferðamálanefnd fjalla aftur um málið.
 
2)      Niðurstöður íbúakönnunar
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar samantekt á helstu niðurstöðum íbúakönnunar IMG Gallup.
 
3)      Ísland á Foire Internationale De Caen 15. - 26. september 2006
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um þátttöku Íslands í sýningu í Frakklandi í sept. n.k. þar sem Ísland verður heiðursgestur.  Sviðsstjóra falið að kanna málið nánar.
 
4)      Sýningin JEC Composities Show 2006
Sviðsstjóri lagði fram til kynningar upplýsingar um sýningu í París í mars n.k. þar sem kynntar verða nýungar á sviði trefjaiðnaðar.  Á sýningunni gefast tækifæri til að mynda tengsl við aðila á þessum markaði og framleiðslu.   Sviðsstjóra falið að kanna málið nánar og bjóða forstjóra Steinullar hf. á næsta fund nefndarinnar til viðræðna um þetta mál.
 
5)      Erindi vegna Minnisvarða í Skagafirði
Lagt fram erindi frá Ásdísi Sigurjónsdóttur kennara í Varmahliðarskóla þar sem óskað er eftir styrk upp á kr. 50.000 vegna útgáfu bókar um minnisvarða í Skagafirði.  Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 50.000 af lið 13090.  Leitað verður eftir því að sveitarfélagið fái eintök af bókinni til dreifingar.
 
 
6)      Vefsjá í Skagafirði
Lagt fram til kynningar tilboð frá veffyrirtækinu Gagarín varðandi Vefsjá fyrir Skagafjörð.  Samþykkt að ræða málið á næsta fundi.
 
7)      Önnur mál.
Voru engin
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:30
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð.  Þorsteinn Broddason sat fundinn undir lið 4.
 Fundargerð lesin upp og samþykkt.