Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

23. maí 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 23.05. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 23.05.2006, kl. 15:30.

DAGSKRÁ:


1)      Víkingahátíð á Sauðárkróki
2)      Tilraunaverkefni í samstarfi við Handverksfélagið Fléttan
3)      Minnisblað frá sviðsstjóra varðandi kostnað við kynningu á Skagafirði á Landsmóti Hestamanna 2006
4)      Árskýrsla Upplýsingamiðstöðvar 2005
5)      Rekstraráætlun Upplýsingamiðstöðvar 2006
6)      Erindi frá Upplýsingamiðstöð varðandi upplýsingamiðlun í Minjahúsinu á Sauðárkróki sumarið 2006
7)      Gagnaveita Skagafjarðar
8)      Verstöðin Hofsós
9)      Gular síður
10)  Kynningarefni fyrir Skagafjörð
11)  Hátæknisetur
12)  Nýsköpunarsjóður námsmanna
13)  Önnur mál


AFGREIÐSLUR:


1)      Víkingahátíð á Sauðárkróki
Tekið fyrir erindi frá Kaffi Krók, dagsett, 08.05.2006 þar sem farið er fram á styrk vegna væntanlegrar Víkingahátíðar sem haldin verður í júní 2006.
Samþykkt að styrkja Víkingahátíð um kr. 150.000 af lið 13090.

2)      Tilraunaverkefni í samstarfi við Handverksfélagið Fléttan
Lagt fram erindi frá 30.04.2006 þar sem óskað er eftir samstarfi vegna starfssemi félagsins í Hofsósi.  Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að kynna sér málið betur.

3)       Minnisblað frá sviðsstjóra varðandi kostnað við kynningu á Skagafirði á Landsmóti Hestamanna 2006
Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra varðandi kostnað við sérstaka kynningu á Skagafirði á Landsmóti hestamanna í sumar.  Samþykkt að verja kr. 150.000 til málsins og semja við Upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð um framkvæmd verksins.  Fjármunir verða teknir af lið 13620.

4)      Árskýrsla Upplýsingamiðstöðvar 2005
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra fyrir árið 2005.  Forstöðumaður, Jakob Frímann Þorsteinsson fjallaði um skýrsluna.

5)      Rekstraráætlun Upplýsingamiðstöðvar 2006
Lögð fram til kynningar rekstraráætlun Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra fyrir árið 2006.  Forstöðumaður, Jakob Frímann Þorsteinsson fjallaði um áætlunina.

6)      Erindi frá Upplýsingamiðstöð varðandi upplýsingamiðlun í Minjahúsinu á Sauðárkróki sumarið 2006
Lagt fram erindi frá forstöðumanni Upplýsingamiðstöðvar Norðurlands vestra varðandi kostnað við upplýsingaathvarf í Minjahúsinu á Sauðárkróki í sumar.
Samþykkt að leggja kr. 250.000 til verkefnisins af lið 13090.

7)      Gagnaveita Skagafjarðar
Lagður fram til kynningar samningur um aðgerðaáætlun varðandi stofnun Gagnaveitu Skagafjarðar sem undirritaður var í síðustu viku og viljayfirlýsing sem undirrituð var af Orkuveitu Reykjavíkur og Skagafjarðarveitum í dag.

8)      Verstöðin Hofsós
Formaður fjallaði um stöðu mála.  Nefndin hefur haldið vinnufundi með atvinnuráðgjafa SSNV um málið.   

9)      Gular síður
Sviðsstjóri skýrði frá viðræðum við Nýprent ehf. varðandi samstarf um Gular síður. 

10)  Kynningarefni fyrir Skagafjörð
Sviðsstjóri lagði fram drög að ráðstefnumöppu og kynningarbæklingi fyrir Skagafjörð sem ætlaður er til að kynna sveitarfélagið sem búsetukost.  Atvinnu- og ferðamálanefnd samþykkir að ráðast í prentun á ráðstefnumöppu og samþykkir að beina því til næstu sveitarstjórnar að skipa starfshóp sem vinna mun að endanlegri framsetningu kynningarefnis með sviðsstjóra.  Nefndin leggur til að í hópnum verði fulltrúar allra flokka sem aðild muna eiga að nýrri sveitarstjórn.

11)  Hátæknisetur
Formaður skýrði frá stöðu mála varðandi stofnun Hátækniseturs Íslands á Sauðárkróki en auglýst hefur verið eftir framkvæmdastjóra við setrið.

12)  Nýsköpunarsjóður námsmanna
Sviðsstjóri lagði fram úthlutun Nýsköpunarsjóðs námsmanna fyrir árið 2006.  Styrkt verkefni sem tengjast Skagafirði eru sex og kostnaður sveitarfélagsins verður kr. 742.500 sem færist af lið 13090.  Málið var áður á dagskrá nefndarinnar 17.03. sl.

13)  Önnur mál
Formaður þakkaði nefndarmönnum og sviðsstjóra fyrir gott samstarf og vel unnin störf.  Aðrir nefndarmenn þakka einnig fyrir gott samstarf og sviðsstjóra fyrir hans störf.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30
Fundinn sátu Gísli Sigurðsson, Jón Garðarson, Bjarni Jónsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sem ritaði fundargerð. 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.