Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

26. september 2006
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 26.09. 2006

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Ráðhúsinu á Sauðárkróki,
þriðjudaginn 26.09.2006, kl. 13:00.

 
Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bjarni Egilsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 
Árni Gunnarsson sat fundin undir lið 1 og Þorsteinn Sæmundsson undir lið 2.


DAGSKRÁ:

1)      Upplýsingatækni í dreifbýli
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
3)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð
4)      Koltrefjaráðstefna í Búdapest
5)      Önnur mál
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Upplýsingatækni í dreifbýli
Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Leiðbeiningamiðstöðvarinnar kom til fundar.
Lögð voru fram drög að verksamningi milli Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar og sveitarfélagsins varðandi ráðgjöf um uppbyggingu háhraðanets í dreifbýli í Skagafirði.  Fyrirliggjandi drög samþykkt og sviðsstjóra falið að ganga frá samningi.  Áætluð að verkinu ljúki fyrir lok október.  Áætlaður kostnaður er um 560.000 krónur og skal það tekið af fjárveitingu sem ákveðin var í þennan málaflokk í mars sl. af lið 13090.
 
2)      Stefnumótun í ferðaþjónustu
Þorsteinn Sæmundsson frá Náttúrustofu NV kom til fundar og ræddi um möguleika sem Skagafjörður á varðandi uppbyggingu fuglaskoðunaraðstöðu og markaðssetningu á Skagafirði sem fuglaskoðunarsvæðis.
Sviðsstjóra falið að vinna að málinu með Náttúrustofu og skoða möguleika varðandi svæðið við Áshildarholtsvatn og Garðsvatn og markaðssetningu á möguleikum til fuglaskoðunar í Skagafirði.
 
3)      Upplýsingamiðstöðin í Varmahlíð
Sviðsstjóri sagði frá stöðu mála varðandi rekstur Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð.  Starfsmaður SSNV hefur unnið þar mjög gott starf í september og opnun stöðvarinnar verður óbreytt næstu vikur, frá 10-15 alla daga.
 
4)      Koltrefjaráðstefna í Búdapest
Kynnt var ráðstefna um koltrefjamál sem haldin verður í Búdapest í næstu viku.  Samþykkt að leita eftir samstarfi við Hátæknisetur Íslands um að sendur verði fulltrúi á ráðstefnuna.
 
5)      Önnur mál
Voru engin
 
Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:00