Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

02. október 2007
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur  – 02.10. 2007

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar, fundur í Safnahúsinu á Sauðárkróki, þriðjudaginn 02.10.2007, kl. 14:00.

Fundinn sátu Snorri Styrkársson, Gunnar Bragi Sveinsson, Gísli Sigurðsson og Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri sem ritaði fundargerð. 


DAGSKRÁ:
1)      Koltrefjaverksmiðja
2)      Iðnaðarlóðir í Skagafirði
3)      Ráðstefna um koltrefjar
4)      Gagnasafn Hrings ehf.
5)      Matarkistan Skagafjörður – kynnisferð til Svíþjóðar
6)      Styrkumsókn frá Hólaskóla
 
AFGREIÐSLUR:
1)      Koltrefjaverksmiðja
Lagt fram erindi frá SSNV varðandi staðarval fyrir koltrefjaverksmiðju á Norðurlandi vestra, þar sem fram kemur að forræði málsins sé nú í höndum Atvinnumálanefndar Sveitarfélags Skagafjarðar.
 
2)      Iðnaðarlóðir í Skagafirði
Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi kom til fundarins og ræddi um iðnaðarlóðir í Skagafirði.
 
3)      Ráðstefna um koltrefjar
Rætt um ráðstefnu um koltrefjar sem fram fer í San Diego 23. okt. Samþykkt að senda einn fulltrúa frá sveitarfélaginu og leita eftir samstarfi við atvinnulífssjóð Skagafjarðarhraðlestinnar varðandi greiðslu á hluta af kostnaði við ferðina.
 
4)      Gagnasafn Hrings ehf.
Lagt fram erindi frá stjórn Hrings ehf. þar sem hún býður sveitarfélaginu gagnasafn félagsins til kaups, en þar eru gögn sem geta tengst ýmsum atvinnutengdum verkefnum í Skagafirði í framtíðinni.
Nefndin samþykkir að kaupa áðurnefnt gagnasafn, kaupverð er kr. 1.200.000 sem færist af lið 13090.
 
5)      Matarkistan Skagafjörður – kynnisferð til Svíþjóðar
Sviðsstjóri lagði fram tillögu um að farið verði í kynnisferð til Kristianstad, vinabæjar sveitarfélagsins í Svíþjóð til að skoða vinnu þeirra varðandi samstarfsverkefni á sviði matvælavinnslu og markaðssetningar á matvælum.
Samþykkt að hefja undirbúning að ferðinni, sviðsstjóra falið að vinna áfram að málinu.
 
6)      Styrkumsókn frá Háskólanum á Hólum
Lögð fram umsókn frá Háskólanum á Hólum um styrk vegna uppbyggingar skólans, áætlanagerð, markaðssetningar og fleiri verkefna. 
Nefndin samþykkir að veita allt að kr. 900.000 til verkefnisins af lið 13090, sviðsstjóra falið að ganga frá samkomulagi.  Niðurstöður verkefnisins verði kynntar fyrir nefndinni þegar þar að kemur.
 
7)      Önnur mál
Lögreglusamþykkt, erindi frá Byggðarráði.
Nefndin gerir ekki athugasemdir við þau drög sem fyrir liggja.


Fundargerð lesin upp og samþykkt.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:30