Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

1. fundur 29. júní 1998 kl. 20:30 Stjórnsýsluhús

Atvinnu- og ferðamálanefnd Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur 1 – 29.06.98

 

   Ár 1998, mánudaginn 29. júní, kom nýkjörin atvinnu- og ferðamálanefnd sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði saman til fyrsta fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl. 20,30. Mættir voru Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason auk sveitarstjóra, Snorra Björns Sigurðssonar.

 

Dagskrá:

  1. Kosning formanns.
  2. Kosning varaformanns.
  3. Staða atvinnumála.
  4. Málefni Loðskinns hf.

 

Afgreiðslur:

 

1. Í upphafi óskaði sveitarstjóri eftir tillögum um formann og kom fram tillaga um Stefán Guðmundsson.

Þar eð fleiri tillögur komu ekki var Stefán réttkjörinn formaður og tók nú við fundarstjórn.

 

2. Formaður óskaði eftir tillögum um varaformann og kom fram tillaga um Brynjar Pálsson.

Þar eð fleiri tillögur komu ekki var Brynjar réttkjörinn varaformaður.

 

3. Sveitarstjóri gerði grein fyrir nokkrum verkefnum á sviði atvinnumála, sem unnið hefur verið að skoðun á að undanförnu.

Fóru umræður fram um stöðu og horfur mála almennt.

 

4. Á fundinn mætti nú Bjarni Ragnar Brynjólfsson, sem er annar stjórnarmanna sveitarfélagsins í Loðskinni hf. Gerði hann nefndarmönnum grein fyrir stöðu mála hjá fyrirtækinu.

 

Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.

 

Snorri Björn Sigurðsson

Stefán Guðmundsson

Einar Gíslason

Pétur Valdimarsson

Brynjar Pálsson

Sveinn Árnason