Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 2 – 13.07.98
Ár 1998 mánudaginn 13. júlí kom atvinnu- og ferðamálanefnd sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði saman til fundar í Stjórnsýsluhúsinu kl.21.00.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson, Brynjar Pálsson og Sveinn Árnason. Auk þeirra sat fundinn Snorri Björn Sigurðsson sveitarstjóri.
Dagskrá:
1. Atvinnumál
2. Loðskinn hf.
3. Atvinnuþróunarfélag og atvinnuráðgjöf
4. Viðræður við ferðamálafulltrúa
Afgreiðslur:
1. Rætt um stöðu atvinnuleysis í héraðinu og til hvaða ráða sé hægt að grípa í þeim efnum.
2. Farið yfir það sem gerst hefur í málum Loðskinns hf. síðustu dagana.
3. Atvinnu og ferðamálanefnd samþykkir að leita heimildar sveitarstjórnar til að stofna
atvinnuþróunarfélag í Skagafirði í samvinnu við fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.
Markmið félagsins verði m.a. að veita ráðgjöf á hinum ýmsu sviðum atvinnu og markaðsmála
jafnframt því að aðstoða við uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra.
Fyrsta skrefið, sem hér er áformað að stíga, er að auglýsa eftir forstöðumanni félagsins og
tryggja húsnæði fyrir starfsemina.
4. Nú mætir á fundinn Deborah J. Robinson, ferðamálafulltrúi. Gerði hún nefndarmönnum grein
fyrir þeirri starfsemi sem hún veitir forstöðu, og þeim verkefnum sem verið er að vinna að.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið.
Snorri Björn Sigurðsson
Stefán Guðmundsson
Sveinn Árnason
Brynjar Pálsson
Pétur Valdimarsson
Einar Gíslason
Deborah Robinson