Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

6. fundur 04. september 1998 kl. 08:30 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd

Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði

Fundur  6 – 04.09.98

 

   Ár 1998, föstudaginn 4. september, kom Atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8.3o.  Mættir voru; Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson og Bjarni R. Brynjólfsson

 

Dagskrá:

  1. Viðræður við forsvarsmenn Dögunar hf.
  2. Viðræður við forsvarsmenn Hólalax h f.
  3. Viðræður við forsvarsmenn Trésmiðj. Borg hf.
  4. Viðræður við forsvarsmenn Steinullarverksmiðju hf.
  5. Umsóknir um starf forstöðumanns Atvinnuþróunarfélags Skagafj.

 

Afgreiðslur:

 

1. Á fundinn mætti Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri Dögunar hf. Ágúst kynnti ástand og horfur hjá fyrirtækinu á næstu mánuðum.

 

2. Á fundinn kom Pétur Brynjólfsson, framkvæmdastjóri Hólalax hf. Gerði hann grein fyrir stöðu mála hjá fyrirtækinu.

 

3. Á fundinn kom Guðmundur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Trésmiðjunnar Borgar hf. Gerði hann grein fyrir stöðu mála hjá fyrirtækinu.

 

4. Á fundinn kom Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullarverksmiðjunnar hf. Einar kynnti fyrir nefndinni ástand og horfur hjá fyrirtækinu.

 

5. Formaður nefndarinnar upplýsti að borist hefðu 15 umsóknir um starf forstöðmanns Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar.

Atvinnu- og ferðamálanefnd felur formanni og varaformanni að vinna að ráðningunni.

 

Fleira ekki gjört og fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson            Bjarni R. Brynjólfsson

Pétur Valdimarsson

Ásdís Guðmundsdóttir