Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd
Sameinaðs sveitarfélags í Skagafirði
Fundur 10 – 16.10.98
Föstudaginn 16. október 1998 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 8,30.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Pétur Valdimarsson, Sveinn Árnason og Einar Gíslason.
Dagskrá:
- Atvinnumál.
- Önnur mál.
Afgreiðslur:
1. Kynnt var stofnun á hlutafélagi um niðursuðuverksmiðju á Sauðárkróki.
Borist hefur bréf um hugsanlegt starf ráðunauts í loðdýrarækt með aðsetur í Skagafirði. Formanni falið að vinna að málinu.
Fulltrúar Átaks, Jón Örn Berndsen og Guðmundur Guðmundsson mættu á fundinn. Rætt um undirbúning að stofnun Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar.
2. Lagt fram bréf frá Iðntæknistofnun varðandi skoðun á flutningi fyrirtækis til Sauðárkróks.
Kynnt bréf frá Ebbe Nielsen.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Einar Gíslason
Sveinn Árnason
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Pétur Valdimarsson