Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 20 – 19.03.1999
Föstudaginn 19. mars 1999, kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.
Mættir voru: Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson, og Sveinn Árnason.
DAGSKRÁ:
- Viðræður við Hannes Friðriksson Sauðárkróki.
- Ferðamál.
- Kynning á Guide 2000.
AFGREIÐSLUR:
1. Hannes Friðriksson atvinnurekandi og Hörður Ríkharðsson ráðgjafi hjá Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra komu á fundinn og kynntu áform um fyrirhugaða aukningu á starfsemi fyrirtækis Hannesar.
2. Á fundinn komu Orri Hlöðversson og Deborah Robinsson.
Rætt um starfsemi upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Sveitarfélagið Skagafjörður mun sjá um rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar í sumar eins og undanfarin ár. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að ráðnir verði þrír starfsmenn eins og sl. sumar. auglýst verði eftir starfsmanni með sérþekkingu í ferðamálum til að annast rekstur ferðamiðstöðvarinnar í samráði við sveitarfélagið. Nefndin leggur til að ferðamiðstöðin verði með B ferðaskrifstofuleyfi og sá sem verði ráðinn taki hluta af sínum tekjum með umboðslaunum.
3. Til stóð að Rögnvaldur Guðmundsson ferðamálafræðingur kæmi á fundinn, en vegna seinkunar á flugi komst hann ekki á tilsettum tíma. Verkefnið er samevrópskt og fjallar um menningar ferðaþjónustu. Deborah og Orri munu eiga fund með Rögnvaldi og kynna málið betur fyrir nefndinni.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Sveinn Árnason
Pétur Valdimarsson
Brynjar Pálsson
Einar Gíslason