Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

21. fundur 31. mars 1999 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  21 – 31.03.1999

 

            Miðvikudaginn 31. mars kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á Skrifstofu Skagafjarðar.

            Mættir voru:  Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Pétur Valdimarsson, Stefán Guðmundsson og Sveinn Árnason.

 

DAGSKRÁ:

  1. Kynntar tillögur Snorra Styrkárssonar um Fjárfestingarfélag Skagafjarðar.
  2. Kynnt bréf frá SSNV um stofnun eignarhaldsfélag í Norðurlandskjördæmi vestra.
  3. Kynnt bréf verktaka er varðar útboð.
  4. Kynnt bréf frá Moniku Axelsdóttur um spástefnu.
  5. Virkjun Héraðsvatna við Villinganes.

 

AFGREIÐSLUR:


1. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar.

 

2. Samþykkt að vísa erindinu til umsagnar Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar.  Að stefnt verði að fundi með stjórn Atvinnuþróunarfélags Skagafjarðar um lið 1 og 2.

 

3. Farið yfir bréfið.  Nefndin leggur áherslu á að umbeðnar upplýsingar verði veittar.

 

4. Kynnt bréf frá Moniku Axelsdóttur.

 

5. Á fundinn komu Þórólfur Gíslason og Árni Egilsson, sem sitja í samráðsnefnd um virkjun Héraðsvatna við Villinganes.  Farið yfir stöðu í virkjunarmálum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Einar Gíslason

Sveinn Árnason

Pétur Valdimarsson

Stefán Guðmundsson

Brynjar Pálsson