Atvinnu- og ferðamálanefnd
Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar
Fundur 29 – 16.06.1999
Miðvikudaginn 16. júní 1999 kom Atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar í húsnæði sveitarstjórnar Skagafjarðar.
Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, Bjarni Freyr Róbertsson og Deborah Robinson.
DAGSKRÁ:
- Drangey.
- Hestadagar í Skagafirði.
AFGREIÐSLUR:
1. Á fundinn kom Jón Eiríksson “Drangeyjarjarl”. Rætt um ferðamennsku í tengslum við Drangey. Ljóst er að bæta þarf lendingaraðstöðu að Reykjum og í Drangey. Ákveðið að nefndin skoði aðstæður og málið verði rætt betur í framhaldi af því. Farið yfir möguleika á nýtingu eyjanna við Skagafjörð t.d. með því að bjóða ferðamönnum upp á siglingu um Skagafjörð.
2. Rætt um kynningu á Hestadögum í Skagafirði, sem verða 26. júní n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið.
Stefán Guðmundsson
Brynjar Pálsson
Einar Gíslason