Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

30. fundur 07. júlí 1999 Skrifstofa Skagafjarðar

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar

Fundur  30 – 07.07.1999

 

   Miðvikudaginn 7. júlí 1999 kom atvinnu- og ferðamálanefnd saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar.

   Mættir voru: Stefán Guðmundsson, Brynjar Pálsson, Einar Gíslason, og Bjarni Freyr Bjarnason.

 

DAGSKRÁ:

  1. Gönguferð að Óskatjörn.
  2. Reykjafoss (laxastigi).
  3. Bleikjueldi.
  4. Hrossaræktarbú í Skagafirði.
  5. Bjarni Freyr Bjarnason - ferðaþjónusta í Skagfirði

 

 

AFGREIÐSLUR:

1. Rætt um fyrirhugaða gönguferð að Óskatjörn í Tindastóli. Formanni falið að vinna áfram að málinu með Ferðafélagi Skagfirðinga.

 

2. Rætt um laxastiga í Rekjafoss. Formanni falið að ræða við veiðifélög Húseyjarhvíslar og Svartár

 

3. Rætt um bleikjueldi í Skagafirði. Atvinnu- og ferðamálanefnd leggur til að gerð verði hagkvæmnisathugun í samstarfi við Hólalax og Fiskiðjunna Skagfirðing á rekstri á bleikjueldi í Skagafirði.

Leitað verði samninga við Pricewaterhouse Coopers ehf. um að gera arðsemis­úttekt á verkefninu.

 

4. Bjarni Freyr Bjarnason gerði grein fyrir Hestadögum í Skagafirði 26. júní s.l. Rætt um tengingu á Íslenska hestinum og ferðaþjónustu í Skagafirði.

 

5. Bjarni Freyr fór yfir starfsemi upplýsingamiðstöðvar í Varmahlíð. Einnig kynnti Bjarni hugmyndir að markaðsátaki í ferðaþjónustu í Skagafirði.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Stefán Guðmundsson

Einar Gíslason

Brynjar Pálsson

Bjarni Freyr Bjarnason