Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.Uppbygging að Reykjum, Reykjaströnd - styrkumsókn
Málsnúmer 0803064Vakta málsnúmer
2.Jónsmessuhátíð 2008
Málsnúmer 0802087Vakta málsnúmer
Lögð fram umsókn um styrk frá Jónsmessufélaginu í Hofsósi vegna hátíðar í sumar.Ákveðið að fresta afgreiðslu til næsta fundar.
3.Athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa
Málsnúmer 0801030Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Fjárfestingarstofu um athugun á aðstæðum fyrir rekstri og uppsetningu netþjónabúa.
4.Tjaldsvæðið í Varmahlíð - rekstur
Málsnúmer 0801029Vakta málsnúmer
Rætt um rekstur tjaldstæðisins í Varmahlíð, sviðsstjóra falið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir tjaldstæðið.
5.Umsókn um styrk vegna fasteignagjalda
Málsnúmer 0801026Vakta málsnúmer
Samþykkt að mæla með því við Byggðarráð að taka jákvætt í erindi frá fyrirtækinu Alice á Íslandi ehf, dagsett 5. nóvember 2007, þar sem sótt er um styrk eða greiðslufrest vegna fasteignagjalda félagsins í tengslum uppbyggingu á fiskeldi að Lambanes-Reykjum í Fljótum.
Fundi slitið.
Lögð fram umsókn um styrk til uppbyggingar að Reykjum. Nefndin tekur vel í erindið og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjanda fyrir næsta fund.