Atvinnu- og ferðamálanefnd
Dagskrá
1.UB-Koltrefjar - staða verkefnis
Málsnúmer 0808045Vakta málsnúmer
Snorri Styrkársson, fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn UB Koltrefja greindi frá stöðu verkefna hjá félaginu og því að Gylfi Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess.
2.Netþjónabú í Skagafirði
Málsnúmer 0808042Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla frá Hátæknisetri Íslands um netþjónabú í Skagafirði.
3.Kynningarefni fyrir ferðamenn
Málsnúmer 0805032Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar nýr kynningarbæklingur fyrir ferðafólk, útgefinn af sveitarfélaginu í júní.
4.ORF-Líftækni / Sveitarfél. Skagafj. - samkomulag um samstarf
Málsnúmer 0805037Vakta málsnúmer
Rætt um framhald á samstarfi við ORF líftækni og um drög að niðurstöðum markaðsrannsókna við verkefnið sem unnin voru af erlendu markaðsfyrirtæki.
5.Nýsköpunarmiðstöð Íslands - starfsemi á Sauðárkróki
Málsnúmer 0808043Vakta málsnúmer
Rætt um fyrirhugaða starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki sem boðuð í skýrslu nefndar ríkisstjórnarinnar.
Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fyrst um útfærslu málsins.
Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fyrst um útfærslu málsins.
Fundi slitið - kl. 15:40.