Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

40. fundur 21. ágúst 2008 kl. 14:00 - 15:40 í Varmahlíðarskóla
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.UB-Koltrefjar - staða verkefnis

Málsnúmer 0808045Vakta málsnúmer

Snorri Styrkársson, fulltrúi sveitarfélagsins í stjórn UB Koltrefja greindi frá stöðu verkefna hjá félaginu og því að Gylfi Árnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri þess.

2.Netþjónabú í Skagafirði

Málsnúmer 0808042Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla frá Hátæknisetri Íslands um netþjónabú í Skagafirði.

3.Kynningarefni fyrir ferðamenn

Málsnúmer 0805032Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar nýr kynningarbæklingur fyrir ferðafólk, útgefinn af sveitarfélaginu í júní.

4.ORF-Líftækni / Sveitarfél. Skagafj. - samkomulag um samstarf

Málsnúmer 0805037Vakta málsnúmer

Rætt um framhald á samstarfi við ORF líftækni og um drög að niðurstöðum markaðsrannsókna við verkefnið sem unnin voru af erlendu markaðsfyrirtæki.

5.Nýsköpunarmiðstöð Íslands - starfsemi á Sauðárkróki

Málsnúmer 0808043Vakta málsnúmer

Rætt um fyrirhugaða starfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Sauðárkróki sem boðuð í skýrslu nefndar ríkisstjórnarinnar.
Samþykkt að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem fyrst um útfærslu málsins.

Fundi slitið - kl. 15:40.