Fara í efni

Atvinnu- og ferðamálanefnd

56. fundur 20. janúar 2010 kl. 12:30 - 13:35 í Ráðhúsi, Skr.
Fundargerð ritaði: Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróunarsviðs
Dagskrá

1.Kaffi Krókur - samstarf við Sveitarfélagið Skagafjörð

Málsnúmer 1001134Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá eigendum Kaffi Króks þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélagið um nýtingu á bakhúsi Kaffi Króks. Sviðsstjóra falið að ræða við eigendur og aðra sem málið varðar.

2.Umsókn um styrk til gerðar göngukorts af Tröllaskaga

Málsnúmer 1001150Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Hjalta Þórðarsyni þar sem óskað er eftir stuðningi við útgáfu á fjórða kortinu í röð gönguleiðakorta af Tröllaskaga. Kortið er af norðvestur hluta Tröllaskaga og áætlað er að það komi út í vor.

Nefndin samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 400.000 af lið 13090.

3.Samstarf um bókunarmiðstöð í Upplýsingamiðstöðinni í Varmahlíð 2010

Málsnúmer 1001169Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Félagi ferðaþjónustunnar í Skagafirði þar sem óskað er eftir áframhaldandi samstarfi um uppbyggingu bókunarþjónustu fyrir Norðurland vestra. Nefndin samþykkir að halda áfram samstarfi um verkefnið, þar sem reynsla af því var góð sl. sumar.

Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

4.Alþingi - nýsköpun og markaðsmál

Málsnúmer 1001139Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Alþingi þar sem tilkynnt er um styrk til Hátækniseturs Íslands til rannsókna á basalttrefjum.

5.FABLAB-stofa - framlög á fjárlögum 2010

Málsnúmer 1001172Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf frá Alþingi þar sem tilkynnt er um styrk til uppbyggingar Fab Lab stofu á Sauðárkróki.

Fundi slitið - kl. 13:35.