Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Einar E. Einarsson, Jóhanna Ey Harðardóttir og Álfhildur Leifsdóttir tóku þátt í gegnum fjarfundabúnað.
1.Nýtt sveitarfélag, fjárhagsáætlun 2022, viðauki 1
Málsnúmer 2205238Vakta málsnúmer
Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun Skagafjarðar fyrir árið 2022. Lagður er til viðauki vegna nýrra kjarasamninga sem gerðir hafa verið á árinu 2022 og sérstaks framlags vegna mönnunarvanda í leikskólum Skagafjarðar. Auk þess vegna niðurgreiðslna vegna fasteignaskatts leik- og tónlistarskóla sem féllu niður í upphafsáætlun 2022, vegna greiðslna við reksturs sorpflokkunarstöðvar, stækkunar á námavinnslusvæði á Gránumóum, uppgjörs vegna Versins vísindagarða, og aukinna framlaga frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Jafnframt eru í viðaukanum heimildir til að kaupa fasteign og selja aðra og selja 2 jarðarskika. Þá felur viðaukinn í sér efniskaup vegna lagningar hitaveitu til jafns við styrk frá ríkinu.
Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 36.325 þús.kr. til tekna.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.
Viðaukinn hefur áhrif á rekstrarniðurstöðu samstæðunnar um 36.325 þús.kr. til tekna.
Byggðarráð samþykkir viðaukann.
Fundi slitið - kl. 11:30.