Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 77 – 15.12.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 15. desember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Bréf frá Byggðastofnun. Bréf frá Skotfélaginu Ósmanni. Bréf frá Sýslumanni. Bréf frá Umf. Neista. Bréf frá Sigmundi Jónssyni, Vestara-Hóli. Bréf frá Ingibjörgu Sigurðardóttur. Tilboð í tryggingar. Áskorun til sveitarstjórnar. Fundargerð frá SSNV. AFGREIÐSLUR:
Lagt fram til kynningar bréf frá Byggðastofnun, dagsett 7. desember 1999, þar sem tilkynnt er um úthlutun Byggðastofnunar á 114 þorskígildistonnum til Höfða ehf. á Hofsósi að tillögu byggðarráðs Skagafjarðar. Jafnframt staðfestir Byggðastofnun samkomulag milli Höfða ehf. og Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. frá 27. ágúst 1999.
Lagt fram til kynningar bréf frá Skotfélaginu Ósmanni, dagsett 2. desember 1999, til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar, varðandi styrkumsóknir á árinu.
Lagt fram bréf frá Sýslumanni, dagsett 29. nóvember 1999, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ólafar Ástu Jónsdóttur um leyfi til veitingasölu í Strönd, Sæmundargötu 7a, Sauðárkróki. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Lagt fram bréf frá Umf. Neista, Hofsósi, dagsett 9. desember 1999, varðandi afnot félagsins af húsnæðinu Túngötu 4 á Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins til næsta fundar.
Lagt fram til kynningar bréf frá Sigmundi Jónssyni, dagsett 4. desember 1999, varðandi m.a. innheimtu á fjallskilagjöldum. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til landbúnaðarnefndar.
Lagður fram kaupsamningur og afsal milli Ingibjargar Sigurðardóttur og Jóns Baldvinssonar vegna sölu Ingibjargar á hlut hennar í jörðinni Skarðsá. Byggðarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt sinn.
Lögð fram tilboð í tryggingar sveitarfélagsins sem opnuð voru 10. desember sl. kl. 12:00. Eftirfarandi tilboð bárust:
Samtals tilboðsfjárhæð kr. 5.755.466. Afsláttur eftir samningstíma; 2 ár 10#PR, 4 ár 20#PR og 6 ár 30#PR. Auk þess ágóðahlutdeild af heildarviðskiptum með tilliti til tjónareynslu ef samið er til 6 ára.
Samtals tilboðsfjárhæð kr. 3.839.142. Afsláttur eftir samningstíma; 2 ár 0#PR, 4 ár 0#PR og 6 ár 10#PR.
Samtals tilboðsfjárhæð kr. 3.679.272. Afsláttur eftir samningstíma; 2 ár 4#PR, 4 ár 8#PR og 6 ár 14#PR. Auk þess ágóðahlutdeild af heildarviðskiptum með tilliti til tjónareynslu.
Byggðarráð samþykkir að ganga að tilboði Vátryggingafélags Íslands hf.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1130.
Fundur 77 – 15.12.1999
Ár 1999, miðvikudaginn 15. desember kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Frá Sjóvá-Almennum tryggingum hf.
- Frá Tryggingamiðstöðinni hf.
- Frá Vátryggingafélagi Íslands hf.
- Lagður fram áskorunarlisti frá foreldrum og forráðamönnum barna á leikskólanum Glaðheimum, þar sem skorað er á sveitarstjórn að láta tengja snjóbræðslu í stétt á leiksvæði skólans hið fyrsta.
- Lögð fram til kynningar fundargerð af fundi stjórnar SSNV með þingmönnum Norðurlands vestra um málefni sveitarfélaga þann 18. nóvember 1999.
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |