Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 78 – 04.01. 2000
___________________________________________________________________________________________
Ár 2000, þriðjudaginn 4. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Afgreiðslutími á skrifstofu sveitarfélagsins Bréf frá Sýslumanni Bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni ásamt afsali v/Skógarstígs 4 í Varmahlíð Bréf frá Umhverfisráðuneytinu Bréf frá Sýslumanni Bréf frá Kvennaathvarfinu Bréf frá Byrginu Bréf frá Hagstofu Íslands Bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fyrirspurn um sorpurðunargjald. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2000 kynnt. AFGREIÐSLUR:
Lögð fram tillaga um eftirfarandi afgreiðslutíma á skrifstofum Skagafjarðar við Faxatorg: #GLOpnunartími frá og með 17. janúar nk. verði mánudaga – föstudaga frá kl. 1000 -15 00. Svarað verði í síma frá kl. 900 -16 00. Einstakir starfsmenn geta auglýst ákveðinn viðtalstíma og símaviðtalstíma.#GL
Byggðarráð samþykkir þessa tillögu.
Lagt fram bréf frá Sýslumanni dagsett 27. desember 1999 þar sem óskað er umsagnar um leyfi til Kristins Vilhjálms Traustasonar til þess að selja gistingu og/eða veitingar á Hótel Mælifelli. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Lagt fram bréf frá Jóni Sigfúsi Sigurjónssyni hdl. varðandi sölu á fasteigninni Skógarstíg 4, Varmahlíð. Byggðarráð samþykkir að afsala eign sinni í fasteigninni til Varmahlíðarskóla.
Lagt fram bréf til kynningar frá Umhverfisráðuneytinu, dagsett 17. desember 1999, þar sem ítrekað er áður sent bréf frá 9. apríl 1999, þar sem vakin var athygli á lögum nr. 59/1999 um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998.
Lagt fram bréf frá Sýslumanni dagsett 14. desember 1999 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar til endurnýjunar á leyfi fyrir veitingahúsi og skemmtistað fh. Kaffi Króks ehf. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
Lagt fram bréf frá Samtökum um kvennaathvarf, dagsett 12. desember 1999 varðandi rekstrarstyrk fyrir árið 2000. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar vegna ársins 2000.
Lagt fram bréf frá Byrginu, kristilegu líknarfélagi, þar sem óskað er eftir stuðningi við starfsemina. Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.
Lagðar fram til kynningar bráðabirgðatölur Hagstofu Íslands um mannfjölda á Íslandi 1. desember 1999.
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dagsett 20. desember 1999 varðandi yfirlýsingu félagsmálaráðherra og Samb. ísl. sveitarfélaga, dags. 16. desember 1999, bréf Öryrkjabandalags Ísl. til sambandsins, dags. 7. desember 1999, þar sem skorað er á sveitarfélögin að fjölga bifreiðastæðum fyrir fatlaða og bréf Landssambands eldri borgara til sambandsins um fasteignagjöld og afslátt af þeim til eldri borgara.
Fyrirspurn kom frá Ingibjörgu Hafstað vegna sorpurðunargjalds – Að athugað verði hvort fullvíst er að innheimta sorpurðunargjalds fyrir árið 1999 í desember sl. á fyrirtæki og dreifbýli í sveitarfélaginu standist lög og reglur.
Farið yfir fjárhagsáætlun ársins 2000.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1150
Fundur 78 – 04.01. 2000
___________________________________________________________________________________________
Ár 2000, þriðjudaginn 4. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Byggðarráð samþykkir þessa tillögu.
Herdís Sæmundardóttir Margeir Friðriksson, ritari
Gísli Gunnarsson Snorri Björn Sigurðsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað