Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

79. fundur 06. janúar 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 79 – 06.01. 2000

    Ár 2000, fimmtudaginn 6. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Fjárhagsáætlun fyrir árið 2000
    2. Bygginganefnd Árskóla
    3. Tillaga
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagðar fram fjárhagsáætlanir Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hafnarsjóðs Skagafjarðar, Vatnsveitu Skagafjarðar, Hitaveitu Skagafjarðar, Rafveitu Sauðárkróks og Húsnæðisnefndar Skagafjarðar. Niðurstöðutölur rekstrar sveitarsjóðs eru:

    Rekstur 
    Gjaldf. fjárfestingar
    Eignf. fjárfestingar 
    Gjöld
    715.685 þús. kr.
    56.820 þús. kr.
    147.000 þús. kr.
     Tekjur 
    766.399 þús.   
    8.610 þús. kr. 
    20.000 þús. kr.
    Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlunum til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
  2. Eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt: #GLByggðarráð samþykkir að byggingarnefnd Árskóla sem kjörin var af Bæjarstjórn Sauðárkróks þann 16. desember 1997 starfi áfram.
    Skal verksvið hennar vera að hafa umsjón með hönnun skólahússins og jafnframt að hafa umsjón með framkvæmdum við húsið.#GL
  3. Eftirfarandi tillaga borin upp og samþykkt:
#GLByggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að inna af hendi nauðsynlegar greiðslur úr sveitarsjóði uns fjárhagsáætlun ársins 2000 hefur verið samþykkt.#GL
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1145
Herdís Á. Sæmundardóttir
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Snorri Styrkársson
                   Margeir Friðriksson, ritari
                   Snorri Björn Sigurðsson