Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 80 – 12.01. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 12. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.
Fundur 80 – 12.01. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 12. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
- Kaupsamningur v/Norðurbrúnar 9, Varmahlíð
- Bréf frá sýslumanni.
- Bréf frá sýslumanni.
- Bréf frá Bergey ehf.
- Aðalgata 2
- Erindi frá Iðntæknistofnun.
- Innheimta fasteignagjalda.
- Viðræður við formann atvinnu- og ferðamálanefndar.
- Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 4. janúar 2000 varðandi umsóknarfrest vegna lánsumsókna á árinu 2000. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að sækja um lán úr sjóðnum.
- Lagður fram kaupsamningur vegna sölu á neðri hæð hússins Norðurbrún 9, Varmahlíð. Kaupendur Stefán R. Gíslason og Margrét Guðbrandsdóttir, seljandi Tónlistarskóli Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir kaupsamninginn.
- Lagt fram bréf frá sýslumanni dagsett 6. janúar 2000, varðandi 5.gr. reglugerðar um smásölu og veitingar áfengis nr. 177/1999. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna málið.
- Lagt fram bréf frá sýslumanni dagsett 5. janúar 2000, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Sigrúnar Aadnegard fh. Félagsheimilisins Ljósheima um veitingaleyfi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
- Lagt fram bréf frá Bergey ehf. dagsett 7. janúar 2000 varðandi bótakröfu á hendur sveitarfélaginu. Byggðarráð samþykkir að hafna þessari bótakröfu.
- Staða framkvæmda við Aðalgötu 2 rædd og húsnæðið síðan skoðað.
- Lagt fram bréf frá Iðntæknistofnun Íslands, dagsett 24. nóvember 1999 varðandi fræðsluefni um umhverfismál. Byggðarráð samþykkir að kaupa fræðsluefnið og taka þátt í námskeiði þar að lútandi.
- Sveitarstjóri kynnti álagningu fasteignagjalda vegna ársins 2000.
- Stefán Guðmundsson formaður atvinnu- og ferðamálanefndar kom á fundinn og kynnti mál varðandi Víðimýri sem ferðamannastað.
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |