Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 81 – 27.01. 2000
Ár 2000, fimmtudaginn 27. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Til kynningar: Fundargerðir INVEST 1.12 og 20.12.1999.
AFGREIÐSLUR:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1305.
Fundur 81 – 27.01. 2000
Ár 2000, fimmtudaginn 27. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Tillaga um greiðslu fasteignagjalda.
- Leyfi til áfengisveitinga - Gilsbakki Hofsósi.
- Leyfi til áfengisveitinga - Sölva bar.
- Bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks.
- Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks.
- Bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga.
- Bréf frá Löggarði.
- Bréf frá Villa Nova ehf.
- Bréf frá Björgvin Guðmundssyni og Sigurfinni Jónssyni.
- Samkomulag við Hjalta Pálsson.
- Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki.
- Bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni.
- Bréf frá Hótel Tindastóli ehf.
- Viðræður við Stefán Gíslason verkefnisstjóra Staðardagskrár 21.
- Fjárhagsáætlun 2000.
- Lögð fram eftirfarandi tillaga: #GLByggðarráð samþykkir að veita þeim gjaldendum fasteignagjalda sem greiða gjöld sín að fullu fyrir 15. febrúar 2000, 3#PR afslátt.#GL
Byggðarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum. Snorri Styrkársson mun taka afstöðu um tillöguna á sveitarstjórnarfundi. - Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 29. desember 1999, varðandi að embætti hans sjái ekkert til fyrirstöðu að Dagmar Á. Þorvaldsdóttir fh. Gilsbakka ehf. fái útgefið leyfi til áfengisveitinga í veitingastofunni Sigtúni, Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að leyfið verði útgefið.
- Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. janúar 2000, varðandi að embætti hans sjái ekkert til fyrirstöðu að Jón Torfi Snæbjörnsson fái útgefið leyfi til áfengisveitinga að Lónkoti. Byggðarráð samþykkir að leyfið verði útgefið.
- Lagt fram bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks, dagsett 18. janúar 2000, varðandi fjárstyrk. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. Herdís Á. Sæmundardóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
- Lagt fram bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks, dagsett 20. janúar 2000, varðandi fjárstuðning vegna Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
- Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga, dagsett 20. janúar 2000, varðandi umsókn um land undir Aldamótaskóg. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- og tækninefndar, með ósk um að hún finni land undir verkefnið.
- Lagt fram bréf frá Löggarði ehf., dagsett 19. janúar 2000, varðandi kröfu kennara um greiðslu orlofs á yfirvinnu. Byggðarráð samþykkir tillögu Guðna Á. Haraldssonar hrl. að rekið verði eitt mál fyrir rétti. Byggðarráð samþykkir að leitað verði aðstoðar Launanefndar sveitarfélaga í þessu máli.
- Lagt fram bréf frá Villa Nova ehf., dagsett 17. janúar 2000, varðandi styrk til endurbyggingar Villa Nova á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
- Lögð fram umsókn frá Björgvin Guðmundssyni og Sigurfinni Jónssyni, dagsett 14. janúar 2000, um leyfi til veiða á lunda og veiðibjöllu í Málmey á Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
- Lagður fram samningur á milli Hjalta Pálssonar og sveitarfélagsins um starfslok hans sem forstöðumaður Safnahússins. Byggðararáð samþykkir að gengið verði til samninga við Hjalta Pálsson.
- Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 21. og 24. janúar 2000 varðandi umsagnir um umsóknir Kolbeins Konráðssonar fh. Félagsheimilisins Miðgarðs og Ingólfs Arnarsonar fh. Stöð-inn ehf., um veitingaleyfi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.
- Lagt fram bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni, dagsett 21. janúar 2000, varðandi gerð nýs kjarasamnings. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.
- Lagt fram bréf frá Hótel Tindastóli ehf., dagsett 19. janúar 2000, varðandi málefni hótelsins. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.
- Á fundinn kom Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 og ræddi verkefnið og kynnti.
- Fjárhagsáætlun ársins 2000 rædd. Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2000 og stofnana þess til síðari umræðu í sveitarstjórn.
- Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar INVEST 1. og 20. desember 1999.
Herdís Á. Sæmundardóttir | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |