Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 81 – 27.01. 2000
Ár 2000, fimmtudaginn 27. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Tillaga um greiðslu fasteignagjalda. Leyfi til áfengisveitinga - Gilsbakki Hofsósi. Leyfi til áfengisveitinga - Sölva bar. Bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks. Bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks. Bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga. Bréf frá Löggarði. Bréf frá Villa Nova ehf. Bréf frá Björgvin Guðmundssyni og Sigurfinni Jónssyni. Samkomulag við Hjalta Pálsson. Bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki. Bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni. Bréf frá Hótel Tindastóli ehf. Viðræður við Stefán Gíslason verkefnisstjóra Staðardagskrár 21. Fjárhagsáætlun 2000. Til kynningar: Fundargerðir INVEST 1.12 og 20.12.1999.
AFGREIÐSLUR:
Lögð fram eftirfarandi tillaga: #GLByggðarráð samþykkir að veita þeim gjaldendum fasteignagjalda sem greiða gjöld sín að fullu fyrir 15. febrúar 2000, 3#PR afslátt.#GL
Byggðarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum. Snorri Styrkársson mun taka afstöðu um tillöguna á sveitarstjórnarfundi.
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 29. desember 1999, varðandi að embætti hans sjái ekkert til fyrirstöðu að Dagmar Á. Þorvaldsdóttir fh. Gilsbakka ehf. fái útgefið leyfi til áfengisveitinga í veitingastofunni Sigtúni, Hofsósi. Byggðarráð samþykkir að leyfið verði útgefið.
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 6. janúar 2000, varðandi að embætti hans sjái ekkert til fyrirstöðu að Jón Torfi Snæbjörnsson fái útgefið leyfi til áfengisveitinga að Lónkoti. Byggðarráð samþykkir að leyfið verði útgefið.
Lagt fram bréf frá Ræðuklúbbi Sauðárkróks, dagsett 18. janúar 2000, varðandi fjárstyrk. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar. Herdís Á. Sæmundardóttir tók ekki þátt í afgreiðslu málsins.
Lagt fram bréf frá Kvenfélagi Sauðárkróks, dagsett 20. janúar 2000, varðandi fjárstuðning vegna Dægurlagakeppni Kvenfélags Sauðárkróks. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Lagt fram bréf frá Skógræktarfélagi Skagfirðinga, dagsett 20. janúar 2000, varðandi umsókn um land undir Aldamótaskóg. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Umhverfis- og tækninefndar, með ósk um að hún finni land undir verkefnið.
Lagt fram bréf frá Löggarði ehf., dagsett 19. janúar 2000, varðandi kröfu kennara um greiðslu orlofs á yfirvinnu. Byggðarráð samþykkir tillögu Guðna Á. Haraldssonar hrl. að rekið verði eitt mál fyrir rétti. Byggðarráð samþykkir að leitað verði aðstoðar Launanefndar sveitarfélaga í þessu máli.
Lagt fram bréf frá Villa Nova ehf., dagsett 17. janúar 2000, varðandi styrk til endurbyggingar Villa Nova á Sauðárkróki. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Lögð fram umsókn frá Björgvin Guðmundssyni og Sigurfinni Jónssyni, dagsett 14. janúar 2000, um leyfi til veiða á lunda og veiðibjöllu í Málmey á Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
Lagður fram samningur á milli Hjalta Pálssonar og sveitarfélagsins um starfslok hans sem forstöðumaður Safnahússins. Byggðararáð samþykkir að gengið verði til samninga við Hjalta Pálsson.
Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 21. og 24. janúar 2000 varðandi umsagnir um umsóknir Kolbeins Konráðssonar fh. Félagsheimilisins Miðgarðs og Ingólfs Arnarsonar fh. Stöð-inn ehf., um veitingaleyfi. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknirnar.
Lagt fram bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni, dagsett 21. janúar 2000, varðandi gerð nýs kjarasamnings. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.
Lagt fram bréf frá Hótel Tindastóli ehf., dagsett 19. janúar 2000, varðandi málefni hótelsins. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu erindisins.
Á fundinn kom Stefán Gíslason verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 og ræddi verkefnið og kynnti.
Fjárhagsáætlun ársins 2000 rædd. Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2000 og stofnana þess til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar INVEST 1. og 20. desember 1999.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1305.
Fundur 81 – 27.01. 2000
Ár 2000, fimmtudaginn 27. janúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Snorri Styrkársson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Byggðarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum. Snorri Styrkársson mun taka afstöðu um tillöguna á sveitarstjórnarfundi.
Herdís Á. Sæmundardóttir | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |