Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 82 – 02.02. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 2. febrúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Viðræður við Sigríði Sigurðardóttur, Skúla Skúlason og Unnar Ingvarsson. Málefni leikskólakennara. Erindi frá Vallholtslegati. Bréf frá Öldunni og Fram. Bréf frá Hótel Tindastóli ehf. Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Erindi frá Trausta Sveinssyni. Bréf frá Sýslumanni vegna veitingaleyfis Höfðaborgar. Bréf frá Esbo. Styrkumsókn. Málefni áfengisútsölu á Sauðárkróki. Málefni áhaldahúss. AFGREIÐSLUR:
Á fundinn komu Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga, Skúli Skúlason skólameistari Hólaskóla og Unnar Ingvarsson héraðsskjalavörður og kynntu verkefnið #GLMenningartengd ferðamennska í Skagafirði – horft til framtíðar#GL. Byggðarráð samþykkir að senda málið til kynningar í Atvinnu- og ferðamálanefnd og Menningar-, íþrótta- og æskulýðsnefnd.
Launakjör leikskólakennara rædd. Byggðarráð samþykkir að fela formanni byggðarráðs og sveitarstjóra að ganga til samninga á þeim nótum sem kynntar voru á fundinum. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við þessa afgreiðslu.
Lagt fram byggingarbréf frá Vallholtslegati, dagsett 31. janúar 2000. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við leigusamninginn.
Lagt fram bréf frá Vlf. Fram og Vkf. Öldunni, dagsett 21. janúar 2000, ásamt drögum að samkomulagi um viðræðuáætlun milli þeirra og sveitarfélagsins. Ásdís Guðmundsdóttir vék af fundi.
Byggðarráð samþykkir að fela Launanefnd sveitarfélaga að semja fyrir hönd sveitarfélagsins við ofangreind verkalýðsfélög. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurnýja samningsumboð Launanefndar sveitarfélaga varðandi önnur stéttafélög.
Ásdís Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn.
Lagt fram bréf frá Hótel Tindastóli ehf., dagsett 19. janúar 2000, varðandi málefni hótelsins. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða við hótelhaldara um málið.
Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dagsett 20. janúar 2000, þar sem óskað er upplýsinga um stöðu fjárhags sveitarfélagsins. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
Lagt fram bréf frá Trausta Sveinssyni, dagsett 26. janúar 2000, varðandi umsókn um styrk til gerðar viðskiptaáætlunar vegna ferðaþjónustufyrirtækis í Fljótum. Byggðarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 200.000 með því skilyrði að heildarfjármögnun verkefnisins að upphæð kr. 1.500.000 sé staðfest og tryggð.
Lagt fram bréf frá sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 25. janúar 2000, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Kr. Þórissonar fh. Félagsheimilisins Höfðaborgar um veitingaleyfi. Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umsóknina.
Lagt fram til kynningar bréf frá Esbo, varðandi drög að samstarfssamningi vinabæjanna Skagafjarðar, Esbo, Kongsberg, Kristianstad og Köge.
Lagt fram bréf frá Iðntæknistofnun og Iðnþróunarfélagi Norðurlands vestra, dagsett 10. janúar 2000, varðandi umsókn um styrk til verkefnisins #GLBættur rekstur#GL Byggðararáð samþykkir að hafna erindinu.
Málefni áfengisútsölu á Sauðárkróki rædd. Byggðarráð samþykkir fela sveitarstjóra að senda ÁTVR skriflega athugasemdir við nýjar reglugerðarbreytingar varðandi þjónustu útsölunnar á Sauðárkróki.
Málefni áhaldahúss rædd.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1210.
Fundur 82 – 02.02. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 2. febrúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Byggðarráð samþykkir að fela Launanefnd sveitarfélaga að semja fyrir hönd sveitarfélagsins við ofangreind verkalýðsfélög. Jafnframt samþykkir byggðarráð að endurnýja samningsumboð Launanefndar sveitarfélaga varðandi önnur stéttafélög.
Ásdís Guðmundsdóttir kom aftur inn á fundinn.
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |