Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 84 – 22.02. 2000
Ár 2000, þriðjudaginn 22. febrúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Bréf frá Arnarauga. Bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi. Samkomulag við leikskólakennara. Bréf varðandi Háskólann á Akureyri. Bréf frá Óskari Jónssyni lækni. Bréf frá ÁTVR. Bréf frá Gagnvirkri miðlun. AFGREIÐSLUR:
Lagt fram bréf frá kvikmyndafyrirtækinu Arnarauga/Erni Inga, Akureyri, dagsett 4. febrúar 2000, varðandi tilboð í heimildarmyndagerð á árinu. Byggðarráð sér sér ekki fært að nýta tilboðið.
Lagt fram bréf frá Alnæmissamtökunum á Íslandi, dagsett 31. janúar 2000, varðandi umsókn um fjárstyrk árið 2000. Byggðarráð sér sér ekki fært að styðja samtökin.
Lagt fram samkomulag á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og leikskólakennara við leikskóla í sveitarfélaginu um yfirvinnugreiðslur. Samkomulagið gildir frá 1. ágúst 1999 til 31. desember 2000. Byggðarráð samþykkir ofangreint samkomulag. Ásdís Guðmundsdóttir óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Lagt fram bréf frá Háskólanum á Akureyri, dagsett 25. janúar 2000, varðandi ósk um fjárstuðning við þróunarverkefni á sviði fjarkennslu og upplýsingatækni og útvegun fullkomnari búnaðar til fjarkennslu og eflingar tölvukosts Háskólans. Byggðarráð sér sér ekki fært að styrkja verkefnið að sinni, en hefur áhuga á að fá að fylgjast með framgöngu þess.
Lagt fram bréf frá Óskari Jónssyni, formanni Styrktarsjóðs Guðrúnar Þ. Sveinsdóttur, dagsett 17. febrúar 2000, þar sem óskað er eftir skipun tveggja fulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar í stjórn sjóðsins. Byggðarráð samþykkir að kjósa fulltrúa í sjóðinn á næsta sveitarstjórnarfundi.
Lagt fram til kynningar bréf frá ÁTVR, dagsett 18. febrúar 2000, sem er svar við bréfi sveitarstjóra frá 8. febrúar sl. um vöruval verslana ÁTVR.
Lagt fram til kynningar bréf frá Gagnvirkri miðlun, dagsett 5. febrúar 2000, varðandi stafrænt sjónvarpsnet.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1045.
Fundur 84 – 22.02. 2000
Ár 2000, þriðjudaginn 22. febrúar kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |