Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

85. fundur 01. mars 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 85 – 01.03. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 1. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Bréf frá Jóni Brynjólfssyni og Grethe Have.
    2. Bréf frá Sýslumanni vegna Hestasport.
    3. Bréf frá Sýslumanni vegna Höllu Ingibjargar Guðmundsdóttur
    4. Bréf frá Skrifstofu jafnréttismála.
    5. Bréf frá Sýslumanni og Heilbrigðiseftirliti vegna áfengisveitingaleyfis.
    6. Bréf frá Félagsmálaráðuneyti.
    7. Bréf frá S.Í.S.
    8. Bréf frá Pétri Stefánssyni.
    9. Bréf frá F.N.V.
    10. Umsókn um niðurfellingu.
    11. Bréf frá SSNV.
    12. Kynnisferð til vesturstrandar Írlands.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagt fram bréf frá Jóni Brynjólfssyni og Grethe Have, dagsett 19. febrúar 2000, þar sem kemur fram ósk þeirra að kaupa jörðina Dalsá (Heiðarsel) í Gönguskörðum. Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir umsögn landbúnaðarnefndar.
  2. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. febrúar 2000, þar sem leitað er eftir umsögn um umsókn Hestasports til að reka gistiheimili í Varmahlíðarskóla. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
  3. Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 18. febrúar 2000, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Höllu Ingibjargar Guðmundsdóttur til að reka gistiheimili að Smiðsgerði. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
  4. Lagt fram til kynningar bréf frá Skrifstofu jafnréttismála, dagsett 16. febrúar 2000, varðandi kynningu á námskeiðum fyrir stjórnmálakonur og beiðni um að viðkomandi bæjar- og sveitarstjórn styrki þátttöku þeirra kvenna sem starfa að bæjar- eða sveitarstjórnarmálum.


  5. Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 22. febrúar 2000 og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 14. febrúar 2000, varðandi umsókn Kristins Vilhjálms Traustasonar til áfengisveitinga að Aðalgötu 7. Veita báðir aðilar jákvæða umsögn.
    Byggðarráð samþykkir veitingu vínveitingaleyfis til umsækjanda.
  6. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 15. febrúar 2000, varðandi tillögu að úthlutun stofnframlaga á árinu 2000 til framkvæmda við grunnskóla í sveitarfélögum sem hafa fleiri en 2000 íbúa.
  7. Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 17. febrúar 2000, um samþykktir bókhaldsnefndar varðandi áfallnar lífeyrisskuld-bindingar, hlutabréfaeign í ársreikningum sveitarsjóða, samninga um kaupleigu og langtíma leigusamninga auk ábendingar varðandi flokkun skv. 60. gr. sveitarstjórnarlaganna.
  8. Lagt fram bréf frá Agli Bjarnasyni fh. Péturs H. Stefánssonar, dagsett 17. febrúar 2000, þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar Skagafjarðar með stofnun nýs lögbýlis á hálfri jörðinni Víðidal. Byggðarráð samþykkir gjörninginn.

  9. Lagt fram bréf frá Jóni Hjartarsyni, skólameistara Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, dagsett 25. febrúar 2000, varðandi verknámsdeild tréiðna við skólann. Byggðarráð samþykkir að sveitarfélagið taki hlutfallslega þátt í búnaðar-kaupum vegna reksturs tréiðna í samræmi við samning dagsettan 16. desember 1990.

  10. Sjá trúnaðarbók.
  11. Lagt fram til kynningar bréf frá SSNV, dagsett 24. febrúar 2000, varðandi fund um áhrif breyttrar kjördæmaskipunar, sem haldinn verður 3. mars nk. í Hótel Borgarnesi.
  12. Lagt fram til kynningar bréf frá Vilhjálmi Egilssyni, alþm., varðandi kynnisferð sveitarstjórnarmanna og forráðamanna í atvinnulífi á Norðurlandi vestra til vesturstrandar Írlands dagana 4.-9. apríl 2000.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1120
Herdís Á. Sæmundardóttir                            Margeir Friðriksson, ritari
Elinborg Hilmarsdóttir                                    Snorri Björn Sigurðsson
Gísli Gunnarsson
Ásdís Guðmundsdóttir
Ingibjörg Hafstað