Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 88 – 29.03. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 29. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Elinborg óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1145
Fundur 88 – 29.03. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 29. mars kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Pétur Valdimarsson og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Málefni ClicOn Ísland - Fulltrúar fyrirtækisins koma á fundinn.
- Ályktun um flutning höfuðstöðva RARIK.
- Erindi Leifs Hreggviðssonar - frá síðasta fundi.
- Erindi frá Sigmundi Frans Kristjánssyni.
- Vínveitingaleyfi fyrir Hótel Tindastól.
- Bréf frá Hótel Tindastól ehf.
- Bréf frá Sýslumanni.
- Bréf frá Heilbrigðis- og tryggingarráðuneyti.
- Málefni Dalsár.
- Aðalfundur Atvinnuþr.félagsins Hrings.
- Skólaakstur.
- Viðræður við Orra Hlöðversson stjórnarformann ClickOn Ísland hf. og Birgi Guðjónsson framkvæmdastjóra félagsins. Sjá trúnaðarbók.
- #GLByggðarráð Skagafjarðar styður framkomnar hugmyndir um flutning höfuðstöðva RARIK til Akureyrar. Byggðarráð skorar á iðnaðarráðherra og ríkisstjórnina að sjá til þess að þetta mikilvæga mál nái fram að ganga.#GL
- Erindi Leifs Hreggviðssonar frá síðasta fundi tekið upp aftur. Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
- Lagt fram erindi frá Sigmundi Frans Kristjánssyni, vegna Sólvíkur á Hofsósi og aðgang ferðamanna að snyrtingum þar. Byggðarráð samþykkir að ekki sé ástæða til að halda þessu þessu fyrirkomulagi áfram.
- Lögð fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dags. 24. mars 2000 og Heilbrigðiseftirliti Norðurlands vestra, dagsett 9. febrúar 2000, þar sem jákvæð umsögn er gefin varðandi leyfi til áfengisveitinga á Hótel Tindastóli. Byggðarráð samþykkir að veita Hótel Tindastóli ehf. vínveitingaleyfi.
- Lagt fram bréf frá Hótel Tindastóli ehf., dagsett 24. mars 2000, varðandi viðskipti við sveitarfélagið. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins.
- Lagt fram bréf frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, dagsett 24. mars 2000, varðandi umsögn um umsókn Ábæjar ehf. um leyfi til að reka veitingastofu og greiðasölu. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, dagsett 9. mars 2000, þar sem tilkynnt er um framlag úr Framkvæmdasjóði aldraðra að upphæð kr. 5.850.000 á árinu vegna framkvæmda við endurhæfingahúsið við Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki.
- Lögð fram greinargerð landbúnaðarnefndar Skagafjarðar, dagsett 21. mars 2000, um kauptilboð í jörðina Dalsá. Byggðarráð samþykkir að fresta afgreiðslu málsins og fela sveitarstjóra að kanna það nánar.
- Aðalfundur Atvinnuþróunarfélagsins Hrings verður haldinn 12. apríl 2000 í Safnahúsinu. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari með atkvæðisrétt á fundinum hlutfallslega.
- Byggðarráð samþykkir að hækka greiðslur til skólabifreiðastjóra um 8,3#PR pr. mánuð. Tekur breytingin gildi 1. janúar 2000.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1145
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Pétur Valdimarsson | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |