Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 90 – 19.04. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 19. apríl kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Viðræður við Hallgrím Ingólfsson. Samningur við VÍS um vátryggingar. Bréf frá Launanefnd sveitarfélaga. Bréf frá SÍS. Bréf frá SkjáVarp. Afsal vegna Skiptabakkaskála. Ársþing SSNV. Bréf frá Bergey um úthlutun byggðakvóta. Bréf frá Bergey um Drangeyjarferðir. Bréf frá Akureyrarbæ. Niðurfellingar. AFGREIÐSLUR:
Viðræður við Hallgrím Ingólfsson, tæknifræðing sveitarfélagsins um nýjan sorpurðunarstað í landi Kolkuóss. Byggðarráð samþykkir að fela tæknideild sveitarfélagsins að halda áfram að vinna að málinu.
Lagður fram til kynningar, samningur við Vátryggingafélag Íslands hf. um tyggingar sveitarfélagsins í samræmi við tilboð vátryggingafélagsins frá 10. desember 1999.
Lagt fram til kynningar bréf frá launanefnd sveitarfélaga, dagsett 5. apríl 2000.
Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 3. apríl 2000, þar sem með fylgja ályktanir 58. fulltrúaráðsfundar sambandsins, sem haldinn var í Borgarfirði 30.-31. mars sl., ásamt skýrslu til fulltrúaráðsins.
Lagt fram til kynningar bréf frá SkjáVarp um staðbundið upplýsingasjónvarp.
Lagður fram kaupsamningur og afsal vegna skála við Skiptabakka, dagsettur 23. mars 2000. Byggðarráð samþykkir að selja Skagafjarðardeild Ferðaklúbbsins 4x4 sinn hlut í eigninni.
Lagður fram rafpóstur frá Bjarna Þór Einarssyni, framkvæmdastjóra SSNV, dagsettur 14. apríl 2000, varðandi staðsetningu 8. ársþings SSNV dagana 25. og 26. ágúst nk. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að kanna málið.
Lagt fram bréf frá Bergey ehf. dagsett 14. apríl 2000, varðandi úthlutun byggðakvóta. Byggðarráð samþykkir fresta afgreiðslu málsins.
Lagt fram bréf frá Bergey ehf. dagsett 14. apríl 2000, varðandi umsókn um leyfi til að fara með ferðamenn á báti að og upp í Drangey. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og ferðamálanefndar.
Lagt fram til kynningar bréf frá bæjarstjórn Akureyrarbæjar, dagsett 17. apríl 2000 þar sem þakkaður er stuðningur byggðarráðs Skagafjarðar við flutning RARIK til Akureyrar.
Sjá trúnaðarbók.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1145.
Fundur 90 – 19.04. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 19. apríl kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Ásdís Guðmundsdóttir Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðssn |