Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

95. fundur 24. maí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 95 – 24.05. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 24. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 900.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Ferðamál - viðræður við Orra Hlöðversson.
    2. Ársfundur Byggðastofnunar.
    3. Ályktun samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
    4. Bréf frá Félagsmálaráðuneytinu.
    5. Bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga.
    6. Listi yfir starfsheiti.
    7. Trúnaðarmál.
    8. Málefni reiðhallar.
    9. Ræktunarlönd á Sauðárkróki.
AFGREIÐSLUR:
  1. Orri Hlöðversson framkvæmdastjóri Hrings hf., kom til skrafs og ráðagerða varðandi ferðamál í héraðinu. Byggðarráð samþykkir að kalla atvinnu- og ferðamálanefnd á sinn fund sem fyrst um ferðamálin.

  2. Lagt fram bréf frá Byggðastofnun dagsett 8. maí 2000, varðandi boð um að fulltrúi sveitarfélagsins sitji ársfund Byggðastofnunar sem haldinn verður á Akureyri 7. júní nk. Byggðarráð þakkar boðið og samþykkir að senda fulltrúa á fundinn.

  3. Lagt fram bréf frá Samtökum sveitarfélaga á köldum svæðum, dagsett 14. maí 2000, þar sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum skorar á sveitarstjórnarmenn, bæði framkvæmdarstjóra sveitarfélaga og kjörna fulltrúa að greiða sem best fyrir orkusparnaðarátaki sem nú er að hefjast á hinum #GLköldu svæðum#GL. Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til veitustjórnar.

  4. Lagt fram til kynningar bréf frá Félagsmálaráðuneytinu, dagsett 8. maí 2000, varðandi úthlutun stofnframlaga til framkvæmda við grunnskóla á árinu 2000 í sveitarfélögum sem hafa fleiri en 2000 íbúa. Úthlutað hefur verið stofnframlagi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar kr. 12.500.000 vegna framkvæmda við Árskóla. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skrifa ráðuneytinu bréf vegna gagnrýni á útreikning með normi sem er fjarri raunveruleika.

  5. Lagt fram bréf frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett 17. maí 2000, um úthlutun lána 2000. Stjórn sjóðsins samþykkti að veita sveitarfélaginu lán að fjárhæð kr. 35.000.000 vegna grunnskóla að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  6. Lagt fram til kynningar samkomulag dagsett 19. maí 2000 á milli Verkalýðsfélagsins Fram og Verkakvennafélagsins Öldunnar annars vegar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar hins vegar um starfsheiti sem falli undir kjarasamning framangreindra verkalýðsfélaga og Launanefndar sveitarfélaga, sem gildir til 31.12. 2000.
  7. Sjá trúnaðarbók.
  8. Málefni reiðhallar rædd. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir nánari upplýsingum um rekstur og fjármögnun.

  9. Rætt um ræktunarlönd á Sauðárkróki.
Byggðarráð samþykkir að öllum samningum munnlegum og skriflegum verði sagt upp með árs fyrirvara.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1110.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Ingibjörg Hafstað
                     Margeir Friðriksson, ritari
                     Snorri Björn Sigurðsson