Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 97 – 31.05. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 31. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1215.
Fundur 97 – 31.05. 2000
Ár 2000, miðvikudaginn 31. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Viðræður við fulltrúa Hrings um íbúðir aldraðra.
- Viðræður við fulltrúa Ferðasmiðjunnar.
- Bréf frá ClicOn.
- Fundur með stjórn Fjölnets.
- Afsal vegna íbúðar að Víðigrund 2.
- Leyfi til áfengisveitinga, Ferðaþjónustan á Hólum.
- Bréf frá starfshópi á vegum Þróunarsviðs Byggðastofnunar.
- Bréf frá Hafsteini Oddssyni.
- Á fundinn mættu til viðræðna við byggðarráð, fulltrúar Hrings þeir Jón Friðriksson, Jón Karlsson og Knútur Aadnegard. Rætt var um málefni íbúða fyrir aldraðra.
- Á fundinn mættu til viðræðna við byggðarráð, fulltrúar Ferðasmiðjunnar þau Þórey Jónsdóttir og Magnús Sigmundsson. Rætt var um málefni Ferðasmiðjunnar.
- Lagt fram til kynningar bréf frá ClicOn hf., dags. 26. maí 2000, varðandi áskrift að nýjum hlutum í ClicOn hf.
- Lagt fram bréf frá Fjölnet hf. dags. 9. maí 2000, þar sem óskað er eftir að fá fund með sveitarstjóra og forystumönnum sveitarfélgsins vegna lagningu ljósleiðara í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að stefna að fundi í næstu viku.
- Lagt fram afsal vegna íbúðar að Víðigrund 2, Sauðárkróki, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður og Ríkisfjárhirsla fh. Sjúkrahúss Sauðárkróks afsala íbúðinni til Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Byggðarráð samþykkir framlagt afsal.
- Lögð fram umsókn dags. 27. apríl 2000, um vínveitingaleyfi frá Ferðaþjónustunni Hólum, sótt er um leyfi til 6 mánaða í húsnæði Hólaskóla og er óskað eftir að leyfið taki gildi frá og með 20. maí. Fyrir liggur jákvæð umsögn Sýslumannsins á Sauðárkróki, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Umhverfis- og tækninefndar Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir umsóknina.
- Lagt fram til kynningar bréf dags. 3. maí 2000 frá starfshópi á vegum Þróunarsviðs Byggðastofnunar.
- Lagt fram bréf frá Hafsteini Oddssyni, ódagsett, þar sem hann óskar eftir að fá aðstöðuleyfi fyrir kayakaleigu á uppfyllingunni fyrir neðan Verslun Bjarna Har., einnig óskar hann eftir að fá að nota aðstöðuna við Tjarnartjörn í sumar fyrir námskeið og kennslu á kayak.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1215.
Herdís Á. Sæmundardóttir | Kristín Bjarnadóttir, ritari Snorri Björn Sigurðsson |