Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

97. fundur 31. maí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 97 – 31.05. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 31. maí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Viðræður við fulltrúa Hrings um íbúðir aldraðra.
    2. Viðræður við fulltrúa Ferðasmiðjunnar.
    3. Bréf frá ClicOn.
    4. Fundur með stjórn Fjölnets.
    5. Afsal vegna íbúðar að Víðigrund 2.
    6. Leyfi til áfengisveitinga, Ferðaþjónustan á Hólum.
    7. Bréf frá starfshópi á vegum Þróunarsviðs Byggðastofnunar.
    8. Bréf frá Hafsteini Oddssyni.
AFGREIÐSLUR:
  1. Á fundinn mættu til viðræðna við byggðarráð, fulltrúar Hrings þeir Jón Friðriksson, Jón Karlsson og Knútur Aadnegard. Rætt var um málefni íbúða fyrir aldraðra.
  2. Á fundinn mættu til viðræðna við byggðarráð, fulltrúar Ferðasmiðjunnar þau Þórey Jónsdóttir og Magnús Sigmundsson. Rætt var um málefni Ferðasmiðjunnar.
  3. Lagt fram til kynningar bréf frá ClicOn hf., dags. 26. maí 2000, varðandi áskrift að nýjum hlutum í ClicOn hf.
  4. Lagt fram bréf frá Fjölnet hf. dags. 9. maí 2000, þar sem óskað er eftir að fá fund með sveitarstjóra og forystumönnum sveitarfélgsins vegna lagningu ljósleiðara í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að stefna að fundi í næstu viku.

  5. Lagt fram afsal vegna íbúðar að Víðigrund 2, Sauðárkróki, þar sem Sveitarfélagið Skagafjörður og Ríkisfjárhirsla fh. Sjúkrahúss Sauðárkróks afsala íbúðinni til Heilbrigðisstofnunar Sauðárkróks. Byggðarráð samþykkir framlagt afsal.

  6. Lögð fram umsókn dags. 27. apríl 2000, um vínveitingaleyfi frá Ferðaþjónustunni Hólum, sótt er um leyfi til 6 mánaða í húsnæði Hólaskóla og er óskað eftir að leyfið taki gildi frá og með 20. maí. Fyrir liggur jákvæð umsögn Sýslumannsins á Sauðárkróki, Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra og Umhverfis- og tækninefndar Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir umsóknina.

  7. Lagt fram til kynningar bréf dags. 3. maí 2000 frá starfshópi á vegum Þróunarsviðs Byggðastofnunar.
  8. Lagt fram bréf frá Hafsteini Oddssyni, ódagsett, þar sem hann óskar eftir að fá aðstöðuleyfi fyrir kayakaleigu á uppfyllingunni fyrir neðan Verslun Bjarna Har., einnig óskar hann eftir að fá að nota aðstöðuna við Tjarnartjörn í sumar fyrir námskeið og kennslu á kayak.
          Byggðarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og tækninenfndar.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1215.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir 
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað
                     Kristín Bjarnadóttir, ritari
                     Snorri Björn Sigurðsson