Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
1.Umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012
Málsnúmer 1110252Vakta málsnúmer
2.Útsvarsprósenta árið 2012
Málsnúmer 1111063Vakta málsnúmer
Lögð fram svohljóðandi tillaga um útsvarshlutfall árið 2012 í Sveitarfélaginu Skagafirði:
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að útsvarshlutfall árið 2012 verði óbreytt frá árinu 2011, þ.e. 14,48%.
3.Lambanes-Reykir lóð(146846) - Rekstrarleyfi umsagnarbeiðni
Málsnúmer 1111026Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Stefaníu Hjördísar Leifsdóttur fyrir hönd Ferðaþjónustunnar Austur-Fljót ehf. um rekstrarleyfi fyrir sumarhús að Lambanes-Reykjum í Fljótum, íbúð B (214-4120). Gististaður - flokkur II.
Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
4.Álitsgerð vegna aðalskipulags
Málsnúmer 1111030Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar álitsgerð Stefáns Ólafssonar hrl. og Arnars Inga Ingvarssonar lögfr. vegna m.a. ákvörðunar umhverfisráðherra dags. 23. júní 2010 að fresta staðfestingu á þeim hluta aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem varðar legu á Þjóðvegi nr. 1 í Skagafirði.
5.Flutningur á leikskólanum Birkilundi í Varmahlíðarskóla
Málsnúmer 1111039Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar viljayfirlýsing/áskorun til rekstraraðila Leikskólans Birkilundar í Varmahlíð og Varmahlíðarskóla frá skólastjórum skólanna um flutning á leikskólanum Birkilundi í Varmahlíðarskóla.
Byggðarráð fagnar frumkvæði skólastjóranna og felur fræðslustjóra að vinna með þeim að framgangi málsins.
6.Samkomulag um eflingu tónlistarnáms og jöfnun á aðstöðumun
Málsnúmer 1111058Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þar sem tilkynnt er um framlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sveitarfélagsins til eflingar tónlistarnámi og jöfnun á aðstöðumun nemenda fyrir skólaárið 2011-2012 verði 4.267.667 kr.
Fundi slitið - kl. 09:40.
Lagt fram bréf frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytinu varðandi umsókn um byggðakvóta fiskveiðiársins 2011/2012. Einnig drög af umsókn sveitarfélagsins um byggðakvóta.
Byggðarráð samþykkir að senda til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins framlagða umsókn um byggðakvóta með áorðnum breytingum í texta.