Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 100 – 29.06. 2000
Ár 2000, fimmtudaginn 29. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 1120.
Fundur 100 – 29.06. 2000
Ár 2000, fimmtudaginn 29. júní kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
- Kosning formanns og varaformanns byggðarráðs.
- Fundur með Bæjarstjórn Akureyrar 7. júní 2000.
- Mál Sighvats Torfasonar gegn Sveitarfélaginu Skagafirði.
- Starfslýsingar skólaliða.
- Bréf frá sýslumanni.
- Bréf frá SÍS vegna dóms í orlofsmáli.
- Drög að samstarfssamningi Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga.
- Gjaldskrá vinnuskóla.
- Ályktun.
- Lögð fram tillaga að Herdís Á. Sæmundardóttir verði formaður byggðarráðs og Gísli Gunnarsson varaformaður. Samþykkt samhljóða.
- Byggðarráð færir bæjarstjórn Akureyrar bestu þakkir fyrir ágætar móttökur á Akureyri þann 7. júní sl. og býður Bæjarstjórn Akureyrar í heimsókn til Skagafjarðar á hausti komanda.
- Lagt fram minnisblað frá Karli Axelssyni hrl., dagsett 27. júní 2000 varðandi dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli Sighvats Torfasonar gegn Sveitarfélaginu Skagafirði. Byggðarráð samþykkir að málinu verði ekki áfrýjað til Hæstaréttar.
- Lagðar fram starfslýsingar fyrir skólaliða við skóla í Skagafirði. Byggðarráð samþykkir ofangreindar starfslýsingar.
- Lagt fram bréf frá Sýslumanni dagsett 23. júní 2000, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Björns Sveinssonar um endurnýjun á leyfi um að reka gistingu á einkaheimli að Varmalæk 2. Byggðarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
- Lagt fram til kynningar bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett 20. júní 2000 varðandi Hæstaréttardóm um orlof á yfirvinnu.
- Lögð fram til kynningar drög að samstarfssamningi Hólaskóla, Byggðasafns Skagfirðinga og Héraðsskjalasafns Skagfirðinga. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.
- Gjaldskrá vinnuskóla Skagafjarðar. Byggðarráð samþykkir gjaldskrána.
- Byggðarráð Skagafjarðar fagnar ákvörðun um flutning Jafnréttisstofu til Akureyrar og hvetur Ríkisstjórn Íslands til að halda áfram á þeirri braut að flytja ríkisstofnanir út á land.
Herdís Á. Sæmundardóttir Elinborg Hilmarsdóttir Gísli Gunnarsson Páll Kolbeinsson Ingibjörg Hafstað | Margeir Friðriksson, ritari Snorri Björn Sigurðsson |