Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

101. fundur 05. júlí 2000
 Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 101 – 05.07. 2000

    Ár 2000, miðvikudaginn 5. júlí kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 800.
    Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson, Ingibjörg Hafstað og sveitarstjóri Snorri Björn Sigurðsson.
DAGSKRÁ:
    1. Bréf frá Kongsberg.
    2. Bréf frá Gagnvirkri miðlun.
    3. Bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga.
    4. Afsal vegna Reykja í Steinsstaðahverfi.
    5. Tilboð í skólaakstur.
    6. Afrit af bréfi til Vegagerðar ríkisins frá foreldrum í Varmahlíð.
    7. Umsókn um vínveitingaleyfi.
    8. Samkomulag við K.S.
    9. Kjarasamningsumboð til launanefndar.
AFGREIÐSLUR:
  1. Lagt fram til kynningar samantekt frá Kongsberg Kommune, Noregi varðandi vinabæjamótið 14.-17. júní sl. Einnig samningur um norræna samvinnu á milli Skagafjarðar og vinabæja hans.
  2. Lagt fram til kynningar bréf frá Gagnvirkri Miðlun, dagsett 23. júní 2000 um Stafræna sjónvarpsnetið (Gmi Digital).
  3. Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga, dagsett 29. júní 2000, varðandi eftirlit með fjárhagsstöðu sveitarfélaga.
  4. Lagt fram afsal dagsett 13. júní 2000, þar sem Indriði Jóhannesson afsalar Jóhannesi Sigurjónssyni íbúðarhúsi, vélageymslu og landsspildu í landi Reykja í Steinsstaðahverfi. Byggðarráð óskar ekki eftir að nýta forkaupsrétt sinn.

  5. Tilboð í skólaakstur í Skagafirði 2000-2005 lögð fram til kynningar.
  6. Lagt fram til kynningar afrit af bréfi frá foreldrafélagi leikskólans Birkilundar í Varmahlíð til Vegagerðar ríkisins, dagsett 28. júní 2000 varðandi nálægð leikskólanns við þjóðveg 1. Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri ræði við Vegagerð ríkisins um úrbætur í Varmahlíð.
  7. Umsókn Guðmundu Sigfúsdóttur um vínveitingaleyfi tekin fyrir aftur að ósk sveitarstjórnar. Byggðarráð samþykkir að leita eftir umsögnum Sýslumanns, umhverfis- og tækninefndar og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra.

  8. Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera breytingar á samkomulagi við Kaupfélag Skagfirðinga. Páll Kolbeinsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
  9. Byggðarráð samþykkir að veita Launanefnd sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir sína hönd við eftirtalin stéttarfélög:
Verkalýðsfélagið Fram, Verkakvennafélagið Aldan, Starfsmannafélag Skagafjarðar, Kennarasamband Íslands, Félag íslenskra leikskólakennara, Stéttarfélag sálfræðinga, Þroskaþjálfafélag Íslands, Dýralæknafélag Íslands, Stéttafélag ísl. félagsráðgjafa og Kjarafélag Tæknifræðingafélags Íslands.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0920.
Herdís Á. Sæmundardóttir 
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson
Páll Kolbeinsson
Ingibjörg Hafstað
            Margeir Friðriksson, ritari 
            Snorri Björn Sigurðsson