Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 105 – 09.08. 2000Ár 2000, miðvikudaginn 9. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Ásdís Guðmundsdóttir og Pétur Valdimarsson.
DAGSKRÁ:
1. Bréf frá Pétri Einarssyni.
2. Bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunab.félags Íslands.
3. Aðalfundur Invest.
4. Aðalfundur Máka.
5. Bréf frá Samgönguráðuneytinu.
6. Samningur við Skógræktarfélag Skagafjarðar.
7. Málefni Sjávarleðurs.
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá Pétri Einarssyni þar sem þökkuð er styrkveiting til Hótels Tindastóls.
2. Lagt fram bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands dags. í júlí 2000, þar sem fram kemur að ágóðahlutur Skagafjarðar fyrir árið 2000 verður kr. 4.698.400.- sem kemur til greiðslu 15. október n.k.
3. Lagt fram fundarboð á aðalfund Invest, en hann verður haldinn á Hólum í Hjaltadal þann 26. ágúst n.k.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjórnarfulltrúar fari hlutfallslega með atkvæði Skagafjarðar á fundinum.
4. Lagt fram fundarboð á aðalfund Máka, sem haldinn verður 10. ágúst 2000, að
Lambanesreykjum. Byggðarráð samþykkir að svstj.fulltrúar fari hlutfallslega með atkv.Hitaveitu Skagafjarðar á fundinum
5. Lagt fram bréf frá Samgönguráðuneytinu varðandi útboðslýsingu á sameiginlegu útboði á áætlunarflugi og sjúkraflugi, sem unnin hafa verið af samgönguráðuneyti, heilbrigðisráðuneyti, flugmálastjórn og TR
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma athugasemdum vegna áætlunarflugs
á framfæri.
6. Lögð fram drög að samningi milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skógræktarfélag Skagafjarðar um land undir #GLAldamótaskóga#GL á Steinsstöðum.
Á fundinn kom Jón Örn Berndsen. Sýndi hann byggðarráðsmönnum uppdrætti af því svæði sem um er að ræða og skýrði nokkrar breytingar sem gerðar hafa verið á samningsdrögunum.
Byggðarráð samþykkir að vísa samningsdrögunum til Landbúnaðarnefndar til umsagnar.
7. Rætt um málefni Sjávarleðurs. Samþykkt að óska eftir fundi með Friðrik Jónssyni og Einari Einarssyni.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 10.5o
Elsa Jónsdóttir, ritari.
Herdís Sæmundardóttir
Gísli Gunnarsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Pétur Valdimarsson
Ásdís Guðmundsdóttir.