Byggðarráð Svf. Skagafjarðar
Byggðarráð Skagafjarðar
Fundur 107 – 30.08. 2000Ár 2000, miðvikudaginn 30. ágúst, kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 1000.
Mætt voru: Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Páll Kolbeinsson og Ingibjörg Hafstað.
DAGSKRÁ:
1. Bréf frá Frumherja hf.
2. Málefni þjónustuhóps aldraðra.
3. Hluthafafundur í Tækifæri ehf.
4. Aðalfundarboð Sjávarleðurs hf. og mál tengd fyrirtækinu.
5. Bréf frá Dögun ehf.
6. Erindi frá Bergi Hólmsteinssyni.
7. Umsókn um greiðslu námsvistargjalds.
8. Bréf frá Frosta Frostasyni.
9. Fundargerðir nefnda:
a) Umhverfis- og tækninefnd 21. ágúst 2000
b) Landbúnaðarnefnd 22. ágúst 2000
c) Atvinnu- og ferðamálanefnd 23. ágúst 2000
AFGREIÐSLUR:
1. Lagt fram bréf frá Frumherja hf. dagsett 23. ágúst 2000.
Byggðarráð samþykkir að vinna frekar að málinu.
2. Málefni þjónustuhóps aldraðra rædd.
Byggðarráð samþykkir að leggja til að Guðrún Jóhannsdóttir verði skipuð formaður þjónustuhópsins.
3. Lagt fram til kynningar bréf frá Tækifæri hf., dagsett 21. ágúst 2000 um hluthafafund 5. október 2000.
4. Lagt fram bréf frá Sjávarleðri hf. um aðalfund félagsins þann 31. ágúst nk.
Byggðarráð samþykkir að þeir sveitarstjórnarmenn sem mæta á fundinn hafi atkvæðisrétt hlutfallslega.
Byggðarráð samþykkir einnig að unnið verði eftir hugmyndum stjórnar fyrirtækisins til næstu áramóta og að sveitarsjóður leggi fram kr. 1.600.000 í nýtt hlutafé í fyrirtækinu.
5. Lagt fram bréf frá Dögun ehf., dagsett 21. ágúst 2000 varðandi álögð gatnagerðargjöld á nýbyggingu fyrirtækisins.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
6. Erindi frá Bergi Hólmsteinssyni um álagðan fasteignaskatt.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að svara erindinu.
7. Umsókn um greiðslu námsvistargjalds utan lögheimilissveitarfélags.
Byggðarráð samþykkir að hafna erindinu.
8. Lagt fram til kynningar bréf frá Frosta Frostasyni, dagsett 22. ágúst 2000 varðandi beitarhólf sunnan Túnahverfis.
9. Lagðar fram eftirfarandi fundargerðir nefnda:
a. Umhverfis- og tækninefnd 21. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt.
b. Landbúnaðarnefnd 22. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt. Vegna annars liðar í fundargerð nefndarinnar staðfestir byggðarráð afgreiðslu landbúnaðarnefndar. Byggðarráð telur að hagsmunir Sveitarfélagsins Skagafjarðar krefjist ekki innlausnar á Ríp III.
c. Atvinnu- og ferðamálanefnd 23. ágúst 2000.
Fundargerðin samþykkt.
Fleira ekki gert. Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1130
Gísli Gunnarsson
Elinborg Hilmarsdóttir
Ingibjörg Hafstað
Páll Kolbeinsson