Fara í efni

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar

108. fundur 06. september 2000

Byggðarráð Skagafjarðar 

Fundur  108 – 06.09. 2000
           
Ár 2000, miðvikudaginn 6. september,  kom byggðarráð saman til fundar á skrifstofu Skagafjarðar kl. 0930.
            Mætt voru:  Herdís Á. Sæmundardóttir, Elinborg Hilmarsdóttir, Gísli Gunnarsson, Árni Egilsson og Ingibjörg Hafstað.
 
DAGSKRÁ:
1.      Lántaka
2.      Bréf frá Bergey ehf.
3.      Bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra
4.      Fundur með bæjarstjórn Akureyrar
5.      Ljósleiðaratenging stofnana sveitarfélagsins
6.      Trúnaðarmál
 
AFGREIÐSLUR:
 
1.      Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð kr. 35.000.000.  Lánskjör eru skv. bréfi Lánasjóðsins dagsett 17. maí sl.  og tryggt með tekjum sveitarfélagsins sbr. 3. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að hefja lán hjá Búnaðarbanka Íslands hf. fyrir hönd Félagsíbúða Skagafjarðar að upphæð kr. 100 milljónir.  Lánið er í erlendri mynt og eru vextir Liborvextir + 1,5#PR.  Lánið verður til tveggja ára.  Sveitarsjóður Skagafjarðar ábyrgist lánið.
 
Ingibjörg Hafstað óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu málsins.
 
2.      Lagt fram bréf frá Bergey ehf., dagsett 30. ágúst 2000, þar sem sótt er um úthlutaðan byggðakvóta frá Byggðastofnun fyrir nýbyrjað fiskveiðiár.
 
Byggðarráð bendir á að í fyrra var byggðakvótanum úthlutað til fimm ára og ekki hefur verið óskað frekari umsagnar um úthlutun kvótans af hálfu Byggðastofnunar.
 
Árni Egilsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
 
3.      Lagt fram bréf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, dagsett 28. ágúst 2000, varðandi uppgjör á viðskiptaskuld við sveitarfélagið.
 
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að ræða frekar við skólameistara um málið.
 
Herdís Á. Sæmundardóttir sat hjá við afgreiðslu þessa máls.
 
4.      Fundur með bæjarstjórn Akureyrar.
 
Byggðarráð samþykkir að bjóða bæjarstjórn Akureyrar í heimsókn í októberbyrjun nk.
 
5.      Ljósleiðaratenging stofnana sveitarfélagsins.
 
Byggðarráð samþykkir að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2001.
 
6.      Sjá trúnaðarbók.
 
 
Fleira ekki gert.   Fundargerð upplesin og samþykkt og fundi slitið kl. 1130
 
Herdís Á. Sæmundardóttir                      Margeir Friðriksson, ritari
Árni Egilsson
Ingibjörg Hafstað
Elinborg Hilmarsdóttir
Gísli Gunnarsson